Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 126
Tímarit Máls og menningar
hafa staðið miðs vegar á milli manna og apa. Nokkur þessara beina frá of-
anverðu miocene-jarðsöguskeiðinu, eða með öðrum orðum frá árabili fyrir
um 10—8 milljónum ára, fundust í Austur-Afríku á Rusinga- eyju og við
Songhor. Af þeim beinafundum og nokkrum öðrum hefur sú ályktun verið
dregin, ef til vill í fyrra lagi, að „ekki sé lengra um liðið en 4—5 milljónir
ára og áreiðanlega ekki lengra en 10 milljónir ára, síðan ættir manna og apa
greindust að.“x Af fornum leifum frá Austur-Afríku, frá Ternan-vatni aust-
anVictoria-vatns, hefur verið ráðið, að apar hafi gert sér fábrotin áhöld allt
frá dögum ramapithecus-ætlhálksins og jafnframt að apar af þeim ættbálki að
minnsta kosti hafi lagt sér kjöt til munns.
II
í Afríku hafa verið grafin úr jörðu miklu fleiri steinrunnin hein frá önd-
verðu pleistocene-jarðsöguskeiðinu heldur en frá því, sem fór næst á undan,
pliocene-jarðsöguskeiðinu. Meðal þeirra eru bein úr mannlingum eða apa-
mönnum af ættbálknum australopithecus. Bein úr þeim hafa fundizt á ýmsum
svæðum í álfunni, í Suður-Afríku, í Austur-Afríku, einkum í Olduvai-gili í
Tanzaníu, og á vatnasvæði Chad. Heillegust þeirra eru, í fyrsta lagi, fótar-
bein, frá Olduvai-gili; í öðru lagi, handarbein, hryggur, nær heill, og lítt
sködduð mjaðmargrind frá Sterkfontein í Suður-Afríku; og, í þriðja lagi,
ýmis útlimabein frá nokkrum öðrum stöðum. Þau henda til, að australopi-
thecus hafi gengið uppréttur og hafi haft all-margvísleg not af höndum sínum.
í hellum í Suður-Afríku hafa verið grafin upp bein úr tveimur kynkvíslum
af ættbálknum australopithecus. Sú þeirra, sem er grennri og lægri vexti, er
nefnd ajricanus, en hin er nefnd robustus. Steinrunnin bein úr grannvöxnu
kynkvíslinni virðast vera eldri beinum úr þrekvöxnu kynkvíslinni. Bein úr
grannvöxnu kynkvíslinni hafa fundizt á þremur stöðum í Suður-Afríku. Úr
þriðju kynkvíslinni af australopithecus, sem gefið hefur verið nafnið bosei,
fundust steinrunnin bein 1959 í Olduvai-gili í Tanzaníu.
í Olduvai-gili, í jarðlögum lítið eitt undir jarðlögunum með beinum úr
australopitliecus bosei, komu í ljós steinrunnin bein, sem ýmist hafa verið
talin vera úr kynkvísl af öðrum ættbálki, homo habilis, eða af australopi-
thecus africanus. Jarðlögin, sem bein þessi hafa hvílt í, eru frá öndverðu
miðbiki pleistocene-j arðsöguskeiðsins.
1 The Prehistory of Africa, eftir J. Desmond Clark, Thames and Hudson, London,
1970, bls. 52. Frásögn þessi er endursögn þeirrar bókar.
316