Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 132
Tímarit Máls og menningar
manna. 011 eru höfuðbein þessi frá miðbiki pleistocene-jarðsöguskeiðsins eða
frá fyrstu skeiðum þess ofanverðs.
Elztu minjarnar um homo sapiens hafa fundizt í Evrópu, við Steinheim í
Þýzkalandi og við Swanscombe í Englandi; og eru þær um 200.000—140.000
ára gamlar eða með öðrum orðum um 150.000—90.000 árum eldri en þær
minjar um hann, sem hafa fundizt í Afríku.
VII
í norðvestanverðri Afríku, fyrir um það bil 35.000 árum, á því skeiði, sem á
stundum er nefnt mið-steinöld, viku áhöld úr steini af Moustier-gerðum fyrir
áhöldum úr steini af gerðum, sem kenndar eru við Bir el Aster í grennd við
Constantine í Alsír. Áhöld þessi voru unnin úr steini með Levallois-aðferðinni.
Upp úr áhöldum þessum stendur oft tilhögginn mjór stautur, sem felldur varð
inn í skaft úr tré eða bundinn við það. Áhöld úr steini af Moustier-gerðum
verða rakin vestan frá Marokkó austur til Tripoli og suður í Sahara allt að
15. gráðu norðlægrar breiddar. Síðgerð áhöld úr steini af Ater-gerðum hafa
einnig fundizt við Kharga-vin í eyðimörkinni vestan Egyptalands og í Núbíu
og einnig norðan Chad-vatns. (Áhöld úr steini í Nílardal á þessu skeiði eru
hins vegar af öðrum gerðum.)
1 Haua Fteah-helli í Cyrenaica, fyrir um það hil 40.000 árum, viku áhöld
úr steini af Moustier-gerðum fyrir áhöldum úr steini, sem kennd eru við helli
við Hagfet ed Dabba. Áhöld úr steini af Dabba-gerðum eru oft með beinum
eggjum og all-löng. Og meðal þeirra fer mikið fyrir blöðungum, skröpurum
og ölum. Áhöld þessi úr steini af Dabb-gerðum viku aftur á móti fyrir um
það bil 15.000 árum fyrir smágerðum áhöldum úr steini.
í Afríku, sunnan Sahara, tóku að koma fram, fyrir um það bil 35.000 ár-
um, ýmis ný tilbrigði af áhöldum úr steini. Áhöld úr steini frá norðaustur-
horni álfunnar bera um nokkur þúsund ár upp frá þeim tímamörkum svip af
áhöldum úr steini í álfunni norðaustanverðri. Síðar viku þau fyrir áhöldum
úr steini, sem ekki eru óáþekk áhöldum úr steini á gresjum og savannah-svæð-
um í álfunni austanverðri og sunnanverðri, en þau voru unnin úr steini með
Levallois-aðferðinni. Áhöld úr steini frá Austur-Afríku og Suður-Afríku eru
flest smágerð. Þeirra á meðal eru kúlulaga steinar, sem festir munu hafa ver-
ið í kylfuendum. í arna-hellinum í Transvaal í Suður-Afríku hafa fundizt
fjölmörg áhöld úr steini frá þessu tímaskeiði og einnig við miðbik farvegar
Oranje-fljóts.
322