Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 133
Forsaga Afríku
í Kongó, þar sem skógar eru ekki samfelldir, hafa fundizt áhöld úr steini,
sem kennd eru við Lupempa. Á smáum áhöldum ber mjög á meðal þeirra. Við
gerð hinna yngstu þeirra hefur Levallois-aðferðinni verið beitt, en sjaldan
eða alls ekki við gerð hinna elztu þeirra. Mörg áhaldanna eru úr kvarzi.
VIII
Áhöld úr steini varpa ljósi á lífshætti höfunda sinna. Frá tímaskeiði því, sem
hófst fyrir um það bil 35.000 árum og nær allt fram undir upphaf núverandi
tímatals, þ. e. á mið-steinöld, hafa fundizt fleiri áhöld úr steini og aðrar forn-
ar minjar heldur en frá nokkru jafn löngu fyrra tímaskeiði. Það bendir til
fjölgunar mannfólks á miðsteinöld í Afríku.
Margir hellar munu hafa verið byggðir á miðsteinöld í Afríku. í einum
þeirra, Klassiesár-helli á strönd Suður-Afríku, hefur úrgangur alls konar
myndað um 30 feta þykk lög. Eldi sitt hafa íbúar hellisins að miklu leyti haft
af villibráð og að því stærri hluta því lengra sem á tímaskeiðið leið. Það
hefur verið ráðið af því, að hlutdeild beina úr dýrum í úrganginum hafi smám
saman farið vaxandi. Af beinum úr dýrum hefur verið ráðið, að íbúar hell-
isins hafi öðrum fremur veitt lítil dýr og miðlungi stór. Við vatnsból hafa
jafnan verið þau byggð ból, sem fundizt hafa frá miðsteinöld í álfunni. Frá
öðru bóli veiðimanna frá miðsteinöld, við Kalkbank í Transvaal í Suður-
Afríku, hafa verið talin nær fjögur þúsund beinahrot úr 38 dýrum af 13 teg-
undum, að næst verður komizt, og 38 áhöld úr steini og nokkur áhöld úr
beini, að virðist. Á tíu bólum veiðimanna frá miðsteinöld í álfunni, sem
gaumgæfilega hafa verið athuguð, voru beinabrot úr dýrategundum, að tölu
allt frá 12 upp í 49, (meðal þeirra fílum, sem kunna að hafa verið reknir
fyrir björg, ef til vill með eldi, að benda til leifar frá bóli í norðvestur-enda
Malawi-sigdalsins). Frá miðsteinöld eru í álfunni margs konar ummerki eftir
notkun elds svo sem eldsleiktur sandsteinn og hálf-brunnir viðarbútar.
í Afríku hafa ekki fundizt minjar um grafsiði né helgisiði frá því tíma-
skeiði. í álfunni hafa þó fundizt tilreidd litarefni, sem með hafa verið máluð
málverk á kletta og í hellum. Á byggðu bóli við Gwisho-lindir á Kafue-slétt-
um í Zambíu hafa fundizt frjópokar úr jurtinni Swartzia, en Buskmenn í
Kalahari-eyðimörkinni eitra enn örvar sínar með frjói hennar.
323