Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 135
Forsaga Afríku
hafa jafnframt fundizt brot úr skeljum, svo að skelfiskur kann að hafa verið
ein fæðutegunda fólksins, sem áhöldunum beitti. Myndir í hellum og á klett-
um frá þessu skeiði eru áþekkar á Sikiley og í Sahara norðanverðri, að bent
hefur verið á. Áhöld þessi af Caspa-gerðum munu hafa verið unnin úr steini
fyrir 10.000—8.500 árum. — Við vötn í Gregory-dældinni í Kenýa hafa
fundizt áþekk áhöld úr steini all-nokkru yngri eða um 8.000—6.000 ára
gömul. í Kenýa eru langir blöðungar, sem eru eitt sérkenna áhalda þessara,
gerðir úr obsidian, en ekki úr tinnu sem í Norður-Afríku.
í Núbíu voru lítil áhöld og munir unnir úr steini af gerðum, sem kenndar
eru við Qadan, fyrir um 14.500—6.400 árum. Höfundar þeirra virðast einnig
hafa gert mörg áhöld úr beini.
XI
í Afríku eru elztu steinrunnin bein úr nútíma-manninum, homo sapiens, sem
heimfærð verða undir kynþætti samtíðarinnar, um 40.000 ára gömul eða
með öðrum orðum frá áliðnu pleistocene-jarðsöguskeiðinu. Þau fundust í
Suður-Afríku, við Florisbad í Oranje-ríki. Og eru þau af stórvöxnum manni
af Khoisa-þjóðerni eða kyni, þ. e. Hottentotta eða Buskmanni. Hin næst-elztu
þeirra, sem þannig verða flokkuð, eru höfuðkúpa, um 17.000 ára gömul, sem
fannst í Súdan, við Singa í grennd við Khartoum. Höfuðkúpa þessi er með
stórt heilabú. Og er hún einnig af manni af Khoisa-kyni. í Suður-Afríku, við
Tuin Plaats, hafa fundizt frá lokaskeiði pleistocene-jarðsöguskeiðsins bein úr
manni, sem virðist hafa haft í senn einkenni negra og Buskmanna, að haldið
hefur verið fram. í Suður-Afríku, í Matj iesár-helli á ströndinni, hafa fundizt
hein úr smávöxnu Khoisa-kyni, um 11.000 ára gömul, eða með öðrum orðum
frá upphafi núverandi j arðsöguskeiðs.
í Sahara hafa fundizt all-víða bein úr mönnum frá árabilinu 5.400—1.300
f. Kr. Þeim hefur verið skipað í þrjá flokka. í fyrsta flokknum eru bein, sem
bera glögg einkenni negra í Vestur-Afríku. Þau hafa fundizt í Ibalaghen, Tin
Lalou og Asselar, þar sem þau munu hafa verið frá um 4.400 f. Kr. í öðrum
flokknum eru bein úr stórvöxnu kyni, ekki óáþekku negrum í Súdan. Þau
hafa fundizt við Tamaya Mellet, E1 Guettar og Tamanrasser. í þriðja flokkn-
um eru bein úr grannvöxnu og langhöfða kyni, sem virðist hafa verið nokkurs
konar frumgerð Miðjarðarhafskynsins. Þau hafa fundizt við E1 Guettar. Bein
úr kyni þessu hafa jafnframt fundizt í Norður-Afríku ásamt brotum úr skelj-
um og áhöldum úr steini af Caspa-gerðum.
325