Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 136
Tímarit Máls og menningar
í Norður-Afríku, í Maghreb, hafa á tveimur stöðum, ásamt áhöldum af
Caspa-gerðum, fundizt bein úr hávöxnu og þrekvöxnu kyni, sem nefnt er
Machta-Afalou-kynið. í Sahara suðaustanverðri hafa einnig fundizt stein-
runnin bein úr þessu kyni. Enn hefur ekki verið úr því skorið, hvort einnig
eru úr þessu kyni beinin í gröfunum við Jebel Sahaba í Núbíu. í Súdan hafa
hins vegar fundizt, enn ásamt áliöldum úr steini af Caspa-gerðum, bein úr kyni
því, sem talið er vera frumgerð Miðjarðarhafskynsins, en þau eru nokkru
yngri en beinin í gröfunum við Jebel Sahaba. í Súdan hafa elztu beinin af
negra-kyni fundizt við Khartoum, og eru þau frá 5. árþúsundi f. Kr., að talið
er.
í Kenya hafa fundizt, enn innan um áhöld af Caspa-gerðum, bein úr mönn-
um, sem eru af hávöxnu og langhöfða kyni, sem á stundum er nefnt afrík-
anska Miðjarðarhafskynið. Og, meira að segja, á strönd Suður-Afríku, í
Matjiesár-helli, í jarðlögum frá um 3.000 f. Kr. hafa fundizt bein úr mönn-
um, sem virðast hafa verið af afríkanska Miðjarðarhafskyninu. í jarðlögum
í hellinum koma um leið skyndilega í ljós fiskbein, (en brot úr skeljum hafa
hins vegar fundizt þar í neðri jarðlögum).
XII
í Afríku, utan Nílardals, eru elztu minjar um ræktun jarðar eða búfjárhald,
þ. e. um atvinnuhætti steinaldar hinnar nýju, bein úr tömdum nautgripum,
ýmist langhyrndum eða skammliyrndum, sem fundizt hafa í Sahara, í austur-
enda Tassali-fjallgarðs, í helli, Uan Muhuggiag. Hin elztu þeirra kunna að
vera frá um 5.600 f. Kr. Kvikfjárrækt hefur þannig verið upp tekin í Sahara
á 6. árþúsundi f. Kr., og var hún síðan stunduð þar fram undir 2.500 f. Kr.
í Haua Fteah-helli í Cyrenaica, í jarðlögum frá um 5.000 f. Kr., hefur
fundizt mikið magn beina úr tömdu sauðfé og tömdum geitum. í Maghreb
munu elztu minjar um atvinnuhætti steinaldar hinnar nýju vera frá ofan-
verðu 4. árþúsundi f. Kr. — í Sierra Leone, Ghana og Nigeríu, um 3.000
eða litlu síðar, hafa fundizt í jarðlögum minjar um verkmenningu steinaldar
hinnar nýju, fægðar axir úr steini og leirker. Getur eru þess vegna að því
leiddar, að íbúar landssvæða þessara hafi stundað jarðrækt og kvikfj árrækt.
(Tormerki eru vart á því, þar eð samgöngur voru á milli Nílardals og
Maghreb og frá Maghreb suður í Sahara, að brot úr leirkerum benda til.)
í kringum Viktoría-vatn og beggja vegna Kongó-fljóts kunna skógar að
hafa verið ruddir á fyrsta árþúsundi f. Kr., að leifar úr fræjum í jarðlögum
326