Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 138
Tímarit Máls og menningar
stór á savannah-svæðum og skóglendi Vestur-Afríku. Og sömu svæðin voru
þá lengi í byggð. Álitamál er, hvort verkþekking sú, sem þarf til málmvinnslu,
hefur borizt til Vestur-Afríku frá Meroe-ríki í Núbíu eða frá Maghreb.
Á svæðinu kringum Chad-vatn eru elztu minjar um vinnslu járns frá
fyrstu öldum e. Kr. Frá því skeiði eru einnig elztu minjarnar um vinnslu
járns í álfunni austanverðri og sunnanverðri. — Um það leyti hófst einnig
leirkeragerð á landssvæðum þessum eða með öðrum orðum um 100—300 e.
Kr. í Rwandi-Burundi, Kenýa, Tanzaníu, Zambíu, Malawi, Rhodesíu og senni-
lega Katanga.
XIV
Um uppruna og útbreiðslu negra af Bantú-þjóðerni er margt á huldu. At-
huganir á Bantú-málum benda til, að þau verði rakin til upprunalegra heim-
kynna á landssvæðinu, sem nú er Chad og Cameroon, og til svæðis í Kongó
sunnanverðu, þar sem nokkurs konar frum-Bantúmál kann að hafa verið
talað. Mannfræðilegar athuganir á Bantú-þjóðum benda til, að forfeður
þeirra kunni að hafa flutzt frá savannah-svæðinu í álfunni norðanverðri,
sennilega um frumskógana í álfunni vestanverðri, til Kongó sunnanverðs á
öðru eða fyrsta árþúsundi f. Kr.
í kringum upphaf núverandi tímatals munu Bantú-negrar í Kongó sunnan-
verðu hafa tileinkað sér málmvinnslu. Upp úr því munu þeir hafa tekið að
breiðast út yfir álfuna austanverða og sunnanverða. Bein og aðrar fornar
minjar benda til, að Bantú-negrar hafi flutzt búferlum í litlum hópum, er að
settust á svæðum, sem vel voru til ræktunar fallin. Til þess benda einnig arf-
sagnir.
London, 9.—16. desemher 1971.
328