Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 12
Tímarit Máls og menningar
barnsminni, maður tók eftir þeim og sneri sér við á götu til þess að horfa
á þessi nýstárlegu glæsimenni. Þeir klæddust nefnilega stöðutákni: loð-
frakka og lakkskóm.
En ekki löngu eftir að blessuðu stríðinu lauk, nokkru eftir að Island
varð fullvalda ríki og ættjarðarljóð þjóðskáldanna sungin á enda þá kynnt-
ust Islendingar nýju orði, nýju hugtaki og nýju fyrirbæri: Það hét einu
nafni kreppa.
Um aldamótin síðustu sungum við Islendingar af miklu fjöri og hita:
Þú álfu vorrar yngsta land. Já við vorum ung þjóð og sennilega haldnir
meiri bláeygðri bjartsýni en flestar aðrar þjóðir í Evrópu, við vorum að
kanna nýja þjóðfélagsstigu, nýja mannlega sambúðarhætti, við fögnuðum
heils hugar framförum í verzlun okkar og framleiðslu, við lifðum á tán-
ingaaldri kapítalismans. Uti í hinum stóra heimi var hann orðinn miðaldra
og vel það og sumsstaðar mátti þegar kenna á honum hrörnunareinkenni
ellinnar. Allt frá dögum iðnbyltingarinnar á síðara hluta 18. aldar hefur
efnahagsþróun kapítalismans farið fram í einskonar hringrás: framleiðslu-
tækin eru sett á fulla ferð, hvert hjól vélarinnar snýst með eldingarhraða,
afurðirnar hafa ekki fyrr komið út úr verksmiðjunum en markaðurinn
hefur gleypt við þeim. Þetta er eins og funandi drykkjusvall, en á eftir
komu daprar stundir timburmannanna. Vörurnar seljast ekki, verksmiðj-
um er lokað og verkamönnum er sagt upp. Þetta er að vísu mjög grófgerð
mynd, og efnahagskreppur kapítalismans geta komið fram í öðrum og
mjög sundurleitum myndum. Ef við vildum orða þessa sérstæðu efnahags-
þróun kapítalismans á máli sálfræðinnar, þá mætti kalla hana maniode-
pressiva. Þeir menn sem þjást af þessum sjúkdómi eru eina stundina fullir
lífsorku og vinnugleði, afköstin stundum slík að jaðrar við það ótrúlega,
en aðra stundina dregur úr þeim allan mátt, þeir leggjast í þunglyndi og
geta ekki tekið til hendi. Þeir eru ekki lengur maniskir heldur depressivir.
Það er engin tilviljun að bæði Englendingar og Ameríkanar kalla efna-
hagskreppu skipulags síns depression.
Með þessum hætti efnahagslegrar hringrásar hefur kapítalisminn lifað
og þróast frá upphafi vega og allt fram á þennan dag. Langa stund á 19.
öld var þessi hringrás svo reglubundin að kapítalistarnir gátu sett klukk-
una eftir henni: þunglyndið lagðist nefnilega á kerfið á tíu ára fresti.
Menn voru orðnir þessari sveifluhreyfingu svo vanir, að þeir tóku henni
með sama kristilega landlundargeðinu og fyrri alda menn hungursneyð
og uppskerubresti. En á þessu var þó sá reginmunur að miðaldamenn og
106