Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 12
Tímarit Máls og menningar barnsminni, maður tók eftir þeim og sneri sér við á götu til þess að horfa á þessi nýstárlegu glæsimenni. Þeir klæddust nefnilega stöðutákni: loð- frakka og lakkskóm. En ekki löngu eftir að blessuðu stríðinu lauk, nokkru eftir að Island varð fullvalda ríki og ættjarðarljóð þjóðskáldanna sungin á enda þá kynnt- ust Islendingar nýju orði, nýju hugtaki og nýju fyrirbæri: Það hét einu nafni kreppa. Um aldamótin síðustu sungum við Islendingar af miklu fjöri og hita: Þú álfu vorrar yngsta land. Já við vorum ung þjóð og sennilega haldnir meiri bláeygðri bjartsýni en flestar aðrar þjóðir í Evrópu, við vorum að kanna nýja þjóðfélagsstigu, nýja mannlega sambúðarhætti, við fögnuðum heils hugar framförum í verzlun okkar og framleiðslu, við lifðum á tán- ingaaldri kapítalismans. Uti í hinum stóra heimi var hann orðinn miðaldra og vel það og sumsstaðar mátti þegar kenna á honum hrörnunareinkenni ellinnar. Allt frá dögum iðnbyltingarinnar á síðara hluta 18. aldar hefur efnahagsþróun kapítalismans farið fram í einskonar hringrás: framleiðslu- tækin eru sett á fulla ferð, hvert hjól vélarinnar snýst með eldingarhraða, afurðirnar hafa ekki fyrr komið út úr verksmiðjunum en markaðurinn hefur gleypt við þeim. Þetta er eins og funandi drykkjusvall, en á eftir komu daprar stundir timburmannanna. Vörurnar seljast ekki, verksmiðj- um er lokað og verkamönnum er sagt upp. Þetta er að vísu mjög grófgerð mynd, og efnahagskreppur kapítalismans geta komið fram í öðrum og mjög sundurleitum myndum. Ef við vildum orða þessa sérstæðu efnahags- þróun kapítalismans á máli sálfræðinnar, þá mætti kalla hana maniode- pressiva. Þeir menn sem þjást af þessum sjúkdómi eru eina stundina fullir lífsorku og vinnugleði, afköstin stundum slík að jaðrar við það ótrúlega, en aðra stundina dregur úr þeim allan mátt, þeir leggjast í þunglyndi og geta ekki tekið til hendi. Þeir eru ekki lengur maniskir heldur depressivir. Það er engin tilviljun að bæði Englendingar og Ameríkanar kalla efna- hagskreppu skipulags síns depression. Með þessum hætti efnahagslegrar hringrásar hefur kapítalisminn lifað og þróast frá upphafi vega og allt fram á þennan dag. Langa stund á 19. öld var þessi hringrás svo reglubundin að kapítalistarnir gátu sett klukk- una eftir henni: þunglyndið lagðist nefnilega á kerfið á tíu ára fresti. Menn voru orðnir þessari sveifluhreyfingu svo vanir, að þeir tóku henni með sama kristilega landlundargeðinu og fyrri alda menn hungursneyð og uppskerubresti. En á þessu var þó sá reginmunur að miðaldamenn og 106
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.