Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 13
Kreppan og valdið þeir sem á undan þeim fóru sultu af skorti, en í kerfi kapítalismans bjó neyðin um sig í velsæld allsnægtanna. A síðusm áratugum 19- aldar breyttu kreppurnar um svipmót. Þær urðu ekki eins reglubundnar og áður, stundum voru þær ekki eins ofsafengnar og áður, en líktust einna helzt langærri hnignun og enskir borgaralegir hagsögufræðingar hafa kallað síð- ustu áratugi 19. aldar stöðnunartímabil er gróðinn var ekki í réttu hlutfalli við framreitt fé. Þessi ár voru kölluð The great depression — þunglyndið mikla. En á fyrsta áratug okkar aldar tók allt efnahagskerfi kapítalismans nýja fjörkippi og um það leyti er ný rósaský hrönnuðu sig á himni kom blessað stríðið og afstýrði allsnægtakreppunni. Já stríðið var gott við fleiri en gömlu austfirzku sveitakonuna og ullarlopann hennar. Það hefur aldrei verið rannsakað svo ég viti hvaða áhrif kreppur hins kapítalíska kerfis hafa haft á þjóðarbúskp Islendinga fram að árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Islendingar eru að sjálfsögðu allan þennan tíma í nokkru vöruskiptasambandi við hinn kapítalíska heim, við höfum auðvitað fundið til verðsveiflna á ullinni okkar og saltfiskinum í Kaup- mannahöfn og á Spáni, en mér býður í grun að áhrifin á búskap Islend- inga hafi ekki rist djúpt. Mestallan þennan tíma búum við sjálfir ekki við kapítalíska efnahagshætti, innanlands eru viðskipti okkar mörkuð land- aurabúskap, verzlun í sleginni mynt og bankaseðlum næsta óveruleg. Það er ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina fyrri, að Island hverfur inn í flaum og hringiðu hins kapítalíska heimskerfis og ánetjast því æ fastari böndum með hverju ári sem líður. Eg bið ykkur afsökunar á því, að ég skuli taka mið af sjálfum mér og veraldarsögunni. En það er ekki gaman að verða gamall og geta ekki minnzt á veraldarsöguna án þess að minnast sjálfs sín um leið. Eg hef nefnilega lifað tvær heimsstyrjaldir og á víst eftir að lifa tvær heimskrepp- ur. Eg hef því margs að minnast. Þegar ég sigldi til náms í Kaupmanna- höfn haustið 1929 hafði ég ekki verið þar nema í rúman mánuð þegar heimskreppan mikla skall á. Við sem lifðum þessa kreppu ungir menn eða miðaldra höfum verið kallaðir kreppukynslóðin. Og það ekki að ófyrir- synju. Eg held að við gömlu kreppukarlarnir berum þess aldrei bætur að hafa verið samvistum við þetta flagð hins kapítalíska þjóðfélags. Og það er ekkert undarlegt þótt hin unga kynslóð, jafnvel þótt menntuð sé og les- in í bókmenntum þeim sem hafa túlkað þessi kreppuár skilji okkur ekki til fullnusm. Menn verða að hafa lifað þau. Almennt er talið að kreppu- árin hafi verið frá 1929—1933. En í raun og veru náði kerfið sér aldrei að 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.