Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 15
Kreppan og valdið
hildarleik sem framundan er, enda ýmist dauð eða elliær. En það eruð þið
hinir ungu sem eigið eftir að taka þátt í þeim vopnaviðskiptum og ef til
vill að erfa þann heim, sem okkur dreymdi um, en misstum af. Við kreppu-
karlarnir getum ekki gefið ykkur annað en dapurlega reynslu. En þrátt
fyrir allt er það þó nokkur arfur að geta lært af vitleysum og glappaskot-
um forfeðranna, ef svo væri ekki, væri til lítils lifað.
Góðir landar. Þið sem hér eruð stödd í kvöld eigið eftir að taka við
föðurleifð ykkar, Islandi, sem við minnumst sérstaklega vegna minningar-
innar um 1. des. 1918. Eg segi föðurleifð, af gömlum vana. En gleymið
því ekki að þessi arfahlutur hefur verið gefinn, seldur, leigður og veðsettur
að ekki litlum hluta, og það er ykkar hlutverk að leysa Island úr veðbónd-
unum, sem á það hefur verið lagt af óprúttnum valdamönnum, hvort sem
þau eru af toga hernaðar, fjármála eða stjórnmála. Veri það ósk mín á
þessu kvöldi.
109