Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 21
Shakespeare á me8al vor — Vélin Mikla
Hertogafrúin af Jórvík, móðir tveggja konunga, amma konungs og
drottningar — maður hennar og yngsti sonur felldir, eða myrtir, í Rósa-
stríðinu; annar sonur hennar smnginn til bana í Turnkastala af leigu-
morðingjum; þriðji sonur hennar, Ríkarður, var valdur að morði beggja
sonarsona hennar. Af öllum niðjum hennar hlaut aðeins einn sonur og ein
sonardóttir eðlilegan dauðdaga.
Margrét, ekkja Hinriks sjötta — maður hennar var myrmr í Turnkastala,
sonur hennar veginn í orusm.
Anna prinsessa, kona Ríkarðs þriðja, sem hafði drepið föður hennar í
orusmnni hjá Barnet og fyrri mann hennar hjá Teigsborg og hafði reyndar
áður látið myrða tengdaföður hennar í Turnkastala. Ríkarður hneppir hana
í fangelsi um leið og þau eru gift.
Hertoginn af Bokkinham, trúnaðarmaður og hægri hönd Ríkarðs í valda-
streitunni — hálshöggvinn að boði Ríkarðs árið eftir að hann var krýndur.
Jarlinn á Rípum, bróðir Elsabetar drottningar, Grey lávarður, sonur
hennar, og herra Tómas Vöggur — allir líflátnir í Pomfrett að boði Rík-
arðs, áður en hann var krýndur.
Herra Ríkarður Ráðkleifur, sem sá um aftökurnar í Pomfrett og valda-
ránið — drepinn hjá Básavörðum tveim árum síðar.
Hastingur lávarður, aðalsmaður, sem fylgdi Lankastur-ætt að málum
— sertur í fangelsi, látinn laus, og síðan fangelsaður að nýju og hálshöggv-
inn að boði Ríkarðs, sem bar á hann samsæri gegn sér.
Herra Jakob Þyrill, sem myrti börn Játvarðar fjórða í Turnkastala —
síðar líflátinn.
Senn lýkur skránni yfir persónur, eða öllu heldur valköst leiksins. Enn
er ótalinn herra Vilhjálmur Katbæingur, sem tekinn var af lífi eftir orust-
una hjá Básavörðum, og hertoginn af Norðfylki, sem féll í þeirri orusm.
Og svo einn eða tveir aðalsmenn í viðbót, sem björguðu lífinu með því að
flýja land. Og í lokalínum skrárinnar persónur án eiginnafna. Það nægir
að vitna til þeirra að endingu: „Aðalsmenn, þjónar, boðberi, ritari, borgarar,
morðingjar, sendimenn, hermenn, o. s. frv. Svið: England.“
Shakespeare er eins og heimurinn, eða lífið sjálft. Hver kynslóð sér í
honum það sem hún leitar að og vill sjá. Lesandi eða leikhúsgestur á miðri
tuttugustu öld túlkar Ríkarð þriðja samkvæmt sinni eigin reynslu. Hann
kemst ekki hjá því. Og það er þess vegna, að hann er skelfdur, eða öllu
heldur forviða á grimmd Shakespeares. Hann tekur valdastreitu og morð-
um á báða bóga með mun meiri stillingu en leikhúsgestir og rýnendur
115