Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 23
Shakespeare á meðal vor — Vélin Mikla
legð, sonur, sonarsonur, eða bróðir einhvers af þeim sem myrtir voru, bú-
inn til varnar þeim lögum sem hafa verið fótum troðin. Hinir útskúfuðu
aðalsmenn safnast um hann, og hann verður tákn vonarinnar um nýja
skipan og réttlæti. En sérhvert skref til valdsins markast enn sem fyrr af
morðum, ofbeldi og svikum. Svo þegar hinn nýi konungur nálgast há-
sætið, dregur hann jafnlangan slóða af glæpum og sá þjóðhöfðingi, sem
löglegur var til þessa. Þegar hann tekur við krúnunni, verður hann hatað-
ur engu minna en fyrirrennari hans. Hann hefur drepið fjendur sína; nú
fer hann að drepa fyrri bandamenn. Og nýr maður kemur til sögunnar, og
krefst valda í nafni þess réttlætis, sem var fótum troðið. Hjólið hefur snúizt
heilan hring. Nýr kafli hefst, nýr sögulegur harmleikur:
Sem sé:
Játvarður þriðji átti sonu sjö:
fyrst ríkisarfann, Játvarð Svarta-prins;
Vilhjálm af Hatfold annan; og hinn þriðja
Ljónal af Klarens hertoga; næst honum
kom hertoginn af Lankastri, Jón Gandur;
og þá hinn fimmti, Játmundur af Jórvík;
sjötti var Tómas Viðstokkur af Glostri;
og þá að lokum Vilhjálmur af Vindsór.
Játvarður lézt á undan föður sínum
og eftir lét, sem einkason sinn, Ríkarð,
er sat að völdum eftir Játvarð þriðja
unz Bolbekkingur, Hinrik hertogi
af Lankastri, sem arfi og elzti sonur
Jóns Gands, tók konungs-heitið Hinrik fjórði
og hinum rétta kóngi vék frá völdum,
rak drottninguna frönsku heim til Frakklands
en hann til Pomfretts, þar sem vitið þér
að Ríkarður var síðan saklaus myrtur.
(Hinrik sjötti, 2. leikr. 11,2)
Þessi gangur mála er að sjálfsögðu ekki jafnskýrt markaður í öllum sögu-
leikjum Shakespeares. Hann er gleggstur í Jóhanni landlausa og þeim
tveimur snilldarverkum sögulegrar leikrimnar sem af bera, Ríkarði öðrum
og Ríkarði þriðja. Minnst ber á þessu í Hinriki fimmta, sem er hetjuleikur
um enskan þjóðmetnað og lýsir baráttu við erlenda fjandmenn. En í leik-
rimm Shakespeares komast engar hugsjónir inní valdabaráttuna; hún er
sýnd „hrein og ómenguð“. Þar berjast um krúnuna voldugir menn af há-
um stigum.
117