Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 24
Tímarit Máls og menningar Á miðöldum var ímynd auðæfa poki fullur af gullpeningum. Slíkan sjóð mátti vega í hendi sér. Oldum saman táknaði auður akra, haglönd og skóga, hjarðir sauða, kastala og hvirfingu bændabýla. Síðan voru það skip, sem fluttu pipar, eða negul, ellegar miklar kornhlöður fylltar hveitisekkj- um, kjallarar fullir af víni, vöruskemmur meðfram Tempsá, þaðan sem lagði súran þef af leðri og rykstybbu úr baðmull. Auðæfi voru sýnileg, áþreifanleg, og þefjuð. Það var ekki fyrr en síðar, að þau sögðu skilið við efnið, urðu að hugmætu tákni. Auðæfin hurfu úr heimi hlutanna og breytt- ust í áritun á pappírsblaði. Á líkan hátt fór um valdið. Það hvarf úr efninu, eða öllu heldur hold- inu. Það hætti að eiga sér nafn. Það settist að í ríki hugans, varð næstum alger hugsýn. En í vimnd Shakespeares hafði valdið nafn, augu, munn og hendur. Það er kaldrifjuð barátta lifandi manna sem sitja við sama borð. Fyrir guðs sakir, setjumst hér á jörð og rekjum sorgarsögu af falli kónga; ýmsum var hrundið, ýmsir féllu í stríði, að öðrum sóttu vofur hinna dæmdu, og þessum byrlar eiginkonan eitur, í svefni er drepinn annar; allir myrtir. (Ríkarður annar, III, 2) I augum Shakespeares er kórónan ímynd valdsins. Hún er þung. Hægt er að handleika hana, hrifsa hana af höfði deyjandi konungs, og setja á sinn eigin koll. Þá er sá orðinn konungur. En fyrr ekki. Hann verður að bíða þess að kóngurinn deyi, eða flýta dauða hans að öðrum kosti. Helsjúkur, að ég vona! en verður þó að hjara unz Georg hefur verið settur í böggla-póst til himna. Nú skal hvetja heift hans í Georgs garð með lognum rökum vel þungum. Síðan má Drottinn sækja Játvarð konung og ég fá þessa jörð að rázka með. (Ríkarður þriðji, 1,1) í hverjum söguleik eru fjórir, fimm menn, sem sjá í augu hinum deyj- andi konungi, huga að skjálfandi höndum hans. Þeir hafa þegar lagt á launráð, kvatt til höfuðborgarinnar hersveitir sem þeir treysta, gert léns- 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.