Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 24
Tímarit Máls og menningar
Á miðöldum var ímynd auðæfa poki fullur af gullpeningum. Slíkan
sjóð mátti vega í hendi sér. Oldum saman táknaði auður akra, haglönd og
skóga, hjarðir sauða, kastala og hvirfingu bændabýla. Síðan voru það skip,
sem fluttu pipar, eða negul, ellegar miklar kornhlöður fylltar hveitisekkj-
um, kjallarar fullir af víni, vöruskemmur meðfram Tempsá, þaðan sem
lagði súran þef af leðri og rykstybbu úr baðmull. Auðæfi voru sýnileg,
áþreifanleg, og þefjuð. Það var ekki fyrr en síðar, að þau sögðu skilið við
efnið, urðu að hugmætu tákni. Auðæfin hurfu úr heimi hlutanna og breytt-
ust í áritun á pappírsblaði.
Á líkan hátt fór um valdið. Það hvarf úr efninu, eða öllu heldur hold-
inu. Það hætti að eiga sér nafn. Það settist að í ríki hugans, varð næstum
alger hugsýn. En í vimnd Shakespeares hafði valdið nafn, augu, munn og
hendur. Það er kaldrifjuð barátta lifandi manna sem sitja við sama borð.
Fyrir guðs sakir, setjumst hér á jörð
og rekjum sorgarsögu af falli kónga;
ýmsum var hrundið, ýmsir féllu í stríði,
að öðrum sóttu vofur hinna dæmdu,
og þessum byrlar eiginkonan eitur,
í svefni er drepinn annar; allir myrtir.
(Ríkarður annar, III, 2)
I augum Shakespeares er kórónan ímynd valdsins. Hún er þung. Hægt
er að handleika hana, hrifsa hana af höfði deyjandi konungs, og setja á
sinn eigin koll. Þá er sá orðinn konungur. En fyrr ekki. Hann verður að
bíða þess að kóngurinn deyi, eða flýta dauða hans að öðrum kosti.
Helsjúkur, að ég vona! en verður þó
að hjara unz Georg hefur verið settur
í böggla-póst til himna. Nú skal hvetja
heift hans í Georgs garð með lognum rökum
vel þungum.
Síðan má Drottinn sækja Játvarð konung
og ég fá þessa jörð að rázka með.
(Ríkarður þriðji, 1,1)
í hverjum söguleik eru fjórir, fimm menn, sem sjá í augu hinum deyj-
andi konungi, huga að skjálfandi höndum hans. Þeir hafa þegar lagt á
launráð, kvatt til höfuðborgarinnar hersveitir sem þeir treysta, gert léns-
118