Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar Þessi mynd sögunnar, sem Shakespeare dregur upp hvað eftir annað, ásækir oss með vaxandi þunga. Saga lénsvaldsins er eins og mikill stigi. Upp eftir honum fetar óslitin röð konunga. Hvert stig upp er markað morðum, slægð, svikum. Með hverju þrepi nálgast hásætið, eða staðan styrkist. . . . ég hlýt um þröskuld þann of þungt fall, nema stíga yfir hann. (Makbeð, I, 4) Af hæsta þrepinu er aðeins unnt að steypast út í myrkrið. Það skiptir um konunga. En allir — góðir og vondir, fræknir og blauðir, einfaldir og slægir — allir stíga þeir þrepin, sem ávallt eru hin sömu. Var það svona sem harmleikur sögunnar birtist Shakespeare á fyrsta skeiði æskuverka hans, sem af léttúð hefur verið kennt við „bjartsýni“? Eða aðhylltist hann ef til vill algert einveldi? notaði hann blóði drifinn feril fimmtándu aldar til að ganga fram af áhorfendum, sýna þeim víga- ferli lénsaðalsins, þá innviða-feyskju Englands, sem þar blasti við honum sjálfum? Eða var hann að rita um samtíð sína? Kannski er Hamlet ekki svo ýkja fjarri Ríkarða-\ei\túx.mmm tveimur? Til hvaða reynslu var hann að höfða? Var hann vandlætari, eða var hann að lýsa þeim heimi, sem hann þekkti eða sá fram á, án hillinga, án viðbjóðs, en einnig án hneykslun- ar? Reynum að túlka Ríkarð annan og Ríkarð þriðja svo sem vér bezt getum. II Rekjum fyrst gang hinnar Miklu Vélar, eins og Shakespeare sýnir hana í leikhúsi sínu. Hersveitir berjast á framsviði. Litla baksviðið hefur breytzt í málstofu þingdeildar, eða ráðsal konungs. A svölunum birtist konungur- inn í fylgd biskupa. Lúðrar eru þeyttir; og nú er framsviðið húsagarður Turnkastala, og þangað eru handteknir prinsar leiddir af varðmönnum. Innra sviðið er orðið að fangaklefa. Sá sem næsmr skal stíga í hásætið er andvaka, og kvelst af hugsun um ofbeldi. Nú opnast dyrnar, og inn koma leigumorðingjar með rýtinga í höndum. Andartaki síðar er framsviðið Lundúna-stræti um nótt. Hræddir borgarbúar skunda hjá; þeir ræða stjórn- mál. Enn þjóta lúðrar; hinn nýi konungur lætur sjá sig á svölunum. Byrjum á afsals-atriðinu mikla í Ríkarði öðrum, því sem fellt var niður í öllum útgáfum, meðan Elsabet drottning lifði. Það sýndi gang Vélarinn- ar Miklu of harkalega; andartakið sjálft, þegar valdið skipti um hönd. 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.