Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 33
Shakespeare á meSal vor — Vélin Mikla
En Turnkastali, konungshöllin, og vígvellirnir eru svo sannarlega á Eng-
landi. Þar var snilld Shakespeares að verki, og átti sinn hlut að sköpun
nútíma söguleiks. Hlustum þá á raddir gömnnar:
ÞRIÐJI BORGARI: Er fregnin sönn um lát vors kæra konungs?
ANNAR BORGARI: Já, alltof sönn; guð verndi þessa þjóð!
ÞRIÐJI BORGARI: Sannið til, nú er sundrung ill í vændum.
FYRSTI BORGARI: Nei, sonur hans fær völdin, guðsélof!
ÞRIÐJI BORGARI:................því kappið allt,
um það hver nú sé næstur honum, verður
oss öllum meira en dýrt, ef Drottinn leyfir.
Ó, hertoginn af Glostri er viðsjáll gripur,
og dramb í sonum drottningar og bræðrum;
gæm þeir fremur tekið stjórn en stjórnað,
fengi vort sjúka land þar nokkra líkn.
FYRSTI BORGARI: Við vænmm ills; en öllu lyktar vel.
ÞRIÐJI BORGARI: Sé blika á lofti, býst sá hyggni í kápu.
(Ríkarður þriðji, II, 3)
Ennþá sama langa vikan, og sama Lundúna-strætið. Aðeins einn dagur
liðinn hjá. Ríkarður hefur sent trúnaðarmenn sína að sækja ríkisarfann.
Lúðrar eru þeyttir. Barnið sem hásætið skal erfa heldur innreið sína í
Lundúnir. En bróðir hans er þar ekki að fagna honum, né heldur móðir
hans. Hertoginn af Jórvík og ekkjudrottningin hafa, af ótta við Ríkarð,
leitað hælis í hinni hvítu, gotnesku dómkirkju Heilags Páls, eins og þau
væru ótíndir glæpamenn, sem eiga sér lögverndaðan rétt á kirkjugriðum.
Það þarf að ná þeim þaðan. Erkibiskupinn í Kantaraborg hreyfir andmæl-
um. En hertoginn af Bokkinham veit hvernig beita skal sannfærandi rökum:
Þér eruð alltof fasmr fyrir, herra,
íhaldssamur um of, og kreddubundinn.
Beitið hér stórri stiku vorra tíma;...
Og kardínálinn svarar:
Herra, þá ráðið þér í þetta sinn. —
(Ríkarður þriðji, III, 1)
Vikan langa virðist endalaus. Báðum erfingjum krúnunnar, Bretaprinsi
og hertoganum af Jórvík, hefur verið komið fyrir í Turni; böðullinn er
á leið til Pomfrett-kastala að hálshöggva nánustu vini og ættingja drottn-
127