Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 43
Shakesþeare á meSal vor — Vélin Mikla
HERTOGINN AF KLARENS:
Hvaða mein hef ég unnið ykkur, vinir?
FYRSTI MORÐINGI: Hvorugum okkar, heldur konunginum.
HERTOGINN AF KLARENS: Ég næ við hann að nýju fullum sáttum.
ANNAR MORÐINGI: Nei, herra; verið viðbúinn að deyja.
FYRSTI MORÐINGI: Allt okkar starf er eftir skipun framið.
ANNAR MORÐINGI: Og sá sem skipar svo, er kóngur vor.
(Ríkarður þriðji, I, 4)
Og leigumorðingjarnir tveir drekkja síðan hertoganum af Klarens í hvít-
vínsámu.
Þannig hófst vikan langa. Henni mun ljúka á krýningar-atriðinu mikla.
Þá hefur Ríkarður útrýmt öllum þeim sem stóðu í vegi hans upp í hásætið.
Hann hefur kúgað ríkisráðið, þingið og borgarráðið. Það er nótt. Fram-
sviðið táknar húsagarð konungshallarinnar. Hér eru saman komnir hrædd-
ir aðalsmenn og fylgjast með þegjandi. Erindrekar hertogans af Glostri
eru hvarvetna á ferli. I einu horni húsagarðsins er þvaga af borgarbúum,
sem dregnir voru að heiman. Þar eru þeir sem eiga að kveðja Ríkarð til
konungs, því hann hefur því aðeins fallizt á að taka við völdum, að það
sé vilji þjóðarinnar og vilji guðs. Loksins lætur hann sjá sig á svölunum
þar sem hann þylur bænir eftir talnabandi.
BORGARSTJÓRINN í LUNDÚNUM:
Þar stendur Hans Náð mitt á meðal klerka.
HERTOGINN AF BOKKINHAM:
Tveir dyggða-stólpar styðja kristinn jöfur,
til þess að verja ’hann falli í lága freistni.
í þessum litla timbur-hring, Globe-leikhúsinu, sem Shakespeare átti til
að kalla „núllið“, er nú sett á svið eitt hinna miklu leikatriða sögunnar.
Ríkarður lætur sárbiðja sig að taka við krúnunni.
BORGARSTJÓRINN I LUNDÚNUM: Já, heyrið, góði herra, lýðsins bæn.
HERTOGINN AF BOKKENHAM: Og neitið ekki brýnu kærleiks-kalli.
KATBÆINGUR: Bænheyrið þá sem biðja af sannri tryggð.
(Rtkarður þriðji, III, 7)
Aðalsmenn og borgarbúar eru þöglir hvorirtveggju. Þeir segja ekki ann-
að en „Amen“. Þetta dugir. Ríkarður hefur fallizt á að taka við krúnunni.
137