Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 47
Shakespeare á me'Öal vor — Vélin Mikla
óheillasjónir illra himintungla
svo hratt sem skundar skipun konungsins
óheft til góðs og ills. En þegar stjörnur
villast í óskapnaðar ringulreið,
hvílíkar plágur, forspár, ógn og uppreisn,
svo ærast hrannir hafs og skelfur jörð,
en stormar ólmast! Heljar feikn og hrun
umhverfa settri reglu og rjúfa grið,
svo friðsemd ríkja helguð heilum sátmm
er upprætt. Þegar þeirri grein er raskað
sem ríku kappi reynist brattur stigi,
þá sýkist framtak allt.
(Tróílus og Kressíta, I, 3)
Ríkarður annar er harmleikur um valdsviptingu; þó ekki beinlínis að
Ríkarði er steypt af stóli heldur Konunginum; í rauninni er sjálfri hugsjón
konungsvaldsins steypt af stóli. Sýnt hefur verið hvernig Shakespeare jafnar
saman konungbornum prinsi, bróður konungsins, og leigðum morðingja.
I Ríkarði öðrum verður Drottins smurði, konungurinn krúnu sviptur, ekki
annað en dauðlegur maður. I fyrsm þáttum leiksins var konunginum jafnað
til sólarinnar; aðrir þurftu að líta niður, þegar þeir mættu ásýnd hans björtu
Hátignar. Nú hefur sólinni verið hrundið niður af braut sinni og ásamt
henni gjörvallri skipan alheimsins.
...........hvað kæmi í arfahlut frá oss?
afhrópuð lík vor myndi moldin fá!
Lönd vor, líf, eignir, allt er Bolbekkings,
ekkert skal koma í vorn hlut, nema dauði
og ögnin sú af mold, sem einsog mót
úr mjúkum Ieir skal lykjast um vor bein.
..................... burt öll virðing!
allt venjustorkið glys og sundurgerð!
Þið hafið glapizt á mér alla tíð;
ég et mitt brauð sem þið, ég sakna og syrgi,
ég þarfnast vina; og þegar svona er komið,
hvernig má að því kveða, að ég sé kóngur?
(Ríkarður annar, III, 2)
„E pur si muove!“ Þessi orð má lesa með ýmsum áherzlum. „Og samt
snýst hún...“ Það er líka nokkuð af beiskum hlátri í þessum orðum. Það
er enginn himinn, ekkert víti, engin skipan himintungla. Jörðin snýst kring-
141