Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 59
Sbakespeare á meðal vor — Vélin Mikla tíma til að fást við smámuni, ekki hann. Hásæti hefur verið ekið inn á autt sviðið. Þetta er timburverk sem minnir helzt á gálga. Nú situr dvergurinn hátt uppi eins og kónguló, og heldur á veldistáknunum. Hann fyrirlítur þau líka. Hann hefur brugðið veldissprotanum undir annað lærið. Hvað er veldissproti? Gullinn stafur. Ríkarður veit hvers virði sá stafur er. Ríkarður lætur ekki af loddaraskapnum fyrr en í síðasta þætti. Allt til þess hefur hann gert sér upp rokur af ofsareiði, einlægni, jafnvel ótta. Nú er hann hræddur í raun og veru. Til þessa var það hann sem skipaði í hlut- verk, og stóð öðrum ofar. Nú er hann bara hann sjálfur, maður sem þeir vilja myrða. Ríkarður kærir sig ekki um að þiggja það hlutverk, en hann skal. Hann er hætmr að hlæja. Hann er ekki annað en þungfær, vanskap- aður dvergur. Brátt verður honum lógað eins og gelti. Af höfði líksins verður kórónan hrifsuð. Nú mun nýr ungur konungur tala um frið. Raðir af stöngum síga niður ofan frá. Hinrik sjöundi talar um frið, fyrirgefningu, réttlæti. Og allt í einu gefur hann frá sér sama klakhljóðið og Ríkarður, og eitt andartak er ásýnd hans afmynduð af sömu grettunni. Grindurnar eru komnar niður. Andlit hins nýja konungs hefur aftur fengið Ijóma sinn. Helgi Hálfdanarson þýddi. Jan Kott, höfundur ritgerðar þeirrar um söguleiki Shakespeares, sem birt er hér að framan í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, er póiskur, fæddur 1914. Hann er prófessor í bókmenntum í Varsjár-háskóla. Túlkanir hans á Shakespeares-leikritum eru víð- frægar og talið að þær hafi jafnvel haft áhrif á brezka leikhúsmenn. Skrif Kotts um Shakespeare hafa verið gefin út á ensku í bókinni Shakespeare our contemporary, með formála eftir Peter Brook; úr þeirri bók er ritgerðin um Vélina Miklu. —- Helgi Hálfdanarson hefur nú lokið við að þýða tuttugu og þrjú leikrit Shakespeares; sautján þeirra eru komin út, í sex bindum, en tvö síðustu bindin bíða útgáfu. I sjö- unda bindinu verða leikritin Rtkarður annar, Vetrarcevintýri, Kóríólanus, en í átt- unda bindi, sem ætlað er að verði hið síðasta, Simlir konungur, Vs og þys út af engu og Hinrik fimmti. 153
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.