Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 62
Manúel Rojas
Maður rósarinnar
Síðdegis dag einn í nóvember fyrir nokkrum árum kom hópur hettumunka
til Osorno að boða lærdóm kversins.
Þetta voru sex skeggjaðir munkar, hraustlegir útlits, andlitsdrættirnir
skarpir og fasið ákveðið.
Farandlífið, sem munkarnir ástunduðu, hafði gert þá einkar frábrugðna
öðrum félögum kirkjulegra reglna. Sífelld snerting við villta náttúru suð-
ursins og þrotlausar göngur um frumskóginn, þar sem líkami þeirra varð
að þola ágang storma og regns, höfðu svipt skeggjuðu munkana sex kyrra
trúræknisyfirbragðinu, einkenni þeirra sem búa lokaðir inni í hlýjum klaust-
urgörðum.
Leiðir munkanna höfðu legið af tilviljun saman í Valdívía. Sumir voru
komnir frá frumbyggjasvæðunum í Angol, aðrir komu frá La Imperíal,
einhverjir frá Temúco, en þeir ferðuðust saman til Osornoborgar. Þar átti
að halda trúboðsviku. Að henni liðinni ætluðu þeir að hverfa í sína áttina
hver eftir stígum frumskógarins og halda áfram trúboðsstörfum.
Þetta voru samvaldir menn og allir skeggprúðir.
I flokknum bar mest á föður Espínoza, þrautreyndum trúboða frá suður-
héruðunum. Hann var maður á að giska fjörtíu og fimm ára gamall, hár
vexti, hraustlegur, ákveðinn í framgöngu, fínlegur útlits og gæska skein
úr svipnum.
Munkarnir voru af þeirri manngerð, sem gengur í augu vissra kvenna
og fellur einnig sérhverjum karlmanni í geð.
Andlitin voru höfðingleg og höfuðin vaxin svörtu hári, sem stundum
brá á blárri slikju, líkt og á fjaðraham svartþrastarins. Húðin var fölbrún,
en andlitin alskeggjuð með virðulegt munklegt yfirskegg. Nefið á þeim
var fremur breitt, munnurinn rjóður, augun dökk og ljómandi. Hægt var
að greina lipran vöðvastæltan líkama undir kuflinum.
Líf föður Espínoza var í hvívetna jafn athyglisvert og ævi athafna-
mannsins: landvinningamannsins, formanns bófaflokks eða skæruliðans.
Framkoma hans virtist vera gædd einhverjum eðlisþætti lífs allra þessara
156