Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 79
Fáfnir Hrafnsson
Happadrætti
Ég vaknaði að morgni skuldum vafinn,
sofnaði að kvöldi, eigandi að miljón.
Ég vann í happadrætti, skrapp til Hafnar í viku,
heimsótti næturklúbbanna og gleðihúsin,
kom heim blásnauður.
Hafði varla nokkurn áhuga á lífinu lengur.
Svo vann ég stóran vinning afmr,
varð sæll og hamingjusamur,
öðlaðist trú á lífið að nýju.
Þá réðust að mér þjófar og rændu,
aleigunni, og enn er ég blásnauður.
Get hvorki borgað skatta né útsvar,
sef í skúr vestur á nesi,
og fæ aldrei neina gesti,
er einn og yfirgefinn.
Þetta er lífsins gangur,
einn er ríkur annar snauður.
Nú spila ég ekki lengur í happadrætti,
hef fengið nóg af sorgum og vonum.
Nú vinn ég á eyrinni vikuna alla,
dag hvern sótugur og skítugur.
Ég vinn fyrir fæði og klæði,
húsaleigu, hita og rafmagni,
forðast öll happadrætti.
Hef gaman að því að fá mér í glas,
þoli ekkert helvítis þras,
um stjórnmál eða kvenfólk.