Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 81
Ólafur ]óhann Sigurðsson r flutt á samkomu Norðurlandaráðs 1. marz 1976 Háttvirta samkoma. Naumast þarf að minna á það, að engin bókmenntaverðlaun, hversu ágæt sem þau kunna að vera, geta breytt þeim verkum sem verða þeirra aðnjótandi. Verkin eru söm eftir sem áður, vaxa hvorki né minnka, því að líf þeirra er eklci undir stundargengi komið, heldur duldum lögmálum. Þess eru dæmi að sumir höfundar slíkra verka láti verðlaunin stíga sér til höfuðs og hljóti af varanlegt tjón; en langflestir reyna að halda áfram starfa sínum eins og ekkert hafi í skorizt, nema hvað þeir eru ef til vill venju fremur glaðir í bragði nokkra daga — og verða ef til vill að sætta sig um hríð við tafir og önnur óþægindi. Fái íslenzkur höfundur bók- menntaverðlaun sem eftir er tekið, má hann til að mynda vera við því búinn að frændur og vinir á Norðurlöndum reki upp stór augu og segi: Höfum aldrei heyrt mannsins getið, aldrei lesið neitt eftir hann; ellegar þá spyrji: Er hann raunverulega til? Er þetta ekki lygi og prettur? Ongvu að síður verð ég að játa, að ég er hlynntur verðlaunum af þessu tagi, en því veldur tvennt — og aðeins tvennt. Sú er skoðun mín að ekkert sé líklegra til að glæða skilning á þjóð og efla einlægan vinarhug í hennar garð en náin kynni af bókmenntum hennar og listum. Eg hef lengi litið svo á, að kynning íslenzkra bók- mennta á erlendum vettvangi sé veigamikill þáttur í baráttu þjóðar minnar fyrir varðveizlu sjálfstæðis síns í viðsjálum heimi. Lífsbarátta íslendinga hefur ætíð verið hörð, en að undanförnu höfum vér ekki aðeins orðið að berjast við náttúruöflin, jarðelda, snjóflóð, landskjálfta, heldur virðist eitt stórveldanna stefna að því að svelgja gersamlega frá oss þá lífsbjörg sem er forsenda þess að íslenzkt þjóðfélag í núverandi mynd fái staðizt. Eg leyfi mér að vona að verðlaun þau, sem mér voru veitt, stuðli ekki ein- vörðungu að því að Norðurlandaþjóðir kynnist ýmsum verkum mínum, heldur aukist jafnframt áhugi þeirra á verkum sumra starfsbræðra minna, sem hefðu öngvu síður en ég — og ef til vill miklu fremur — átt skilið 175
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.