Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 84
Atli Heimir Sveinsson
r'
flutt í Ráðhúsi Kaupmannahafnar 1. marz 1976
Virðulega samkoma.
Það er mér algjörlega ný reynsla, og hún all sérstæð, að taka á móti
verðlaunum sem þessum. Mér er ljóst, að viðurkenning, hvers eðlis sem
hún er, gerir ekkert tónverk betra né verra — þaðan af síður höfund þess.
Islenska skáldið Steinn Steinarr segir eitthvað á þá leið í einu kvæða sinna,
að veröldin borgi fyrir hlutina í öfugu hlutfalli við gildi þeirra. Eg er
ekki sammála þessari staðhæfingu, sé hún alhæfð, en þó finnst mér oft
nokkur sannleikskjarni í henni. Ég get aðeins vonað að tíminn leiði í
ljós að úrskurður dómnefndarinnar hafi í þetta sinn ekki verið alltof frá-
leitur. Og um leið þakka ég Norðurlandaráði fyrir þann heiður sem mér
hefur verið sýndur.
Gildi verðlauna er m. a. fólgið í því, að athygli manna beinist að höf-
undi og verkum hans, og kannski einnig að því umhverfi sem hann lifir
og starfar í. Það er von mín að verðlaunaveiting þessi verði til að beina
sjónum manna á Norðurlöndum í auknum mæli að íslensku tónlistarlífi.
Island er gamalgróið menningarland og þó einkum land mikilla bók-
mennta frá fornu fari. Aðrar listgreinar komu miklu síðar til sögunnar
og tónlistin var síðust listgreina að nema þar land. Því er ennþá talað um
bókmenntir og aðrar listir á Islandi. Tónlistarstofnanir á Islandi eru mjög
ungar, aðeins nokkurra áratuga gamlar, og þar er ennþá verið að vinna
brautryðjenda- og uppbyggingarstarf, sem fyrir löngu er lokið hjá frænd-
um vorum á Norðurlöndum. Islenskt tónlistarlíf er ennþá að slíta barns-
skónum. Það er mikil gróska í tónlistarlífi á Islandi og fylgja henni ýmsir
vaxtarverkir sem eðlilegir mega teljast.
Island er á marga lund einangrað land. Við sem þar lifum höfum það
stundum á tilfinningunni að við búum á bak við heiminn. En þess vegna
hefur hin sívaxandi norræna menningarsamvinna orðið mjög til góðs á
Islandi. Mér er óhætt að fullyrða að menningarsamvinnan á tónlistarsvið-
178