Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 87
Vésteinn Ólason Olafur Jóhann Sigurðsson Fyrirlestur á bókmenntasamkomu Máls og menningar 7. marz Það er gömul venja að skipta sögu þjóða og landa í tímabil og miða þar við ákveðin ártöl og viðburði. Fá dæmi munu til þess að ákveðinn dagur marki jafnglögg skil í sögu íslendinga og sá vordagur árið 1940 þegar breskt herlið gekk á land á Islandi. Þá verða í einni svipan straumhvörf í stjórnmálasögu okkar, en á eftir fylgir bylting í þjóðlífinu á öllum svið- um, ekki síst félagslegu og menningarlegu. Þó er það vitaskuld svo að þessi eini dagur hefur aðallega táknrænt gildi. Breytingar þær sem orðnar eru á íslensku þjóðfélagi á þessari öld voru svo sannarlega komnar af stað fyrir 1940 og ekki er að efa að þær hefðu stefnt í svipaða átt þótt her- námið hefði ekki komið til, en með breska hernáminu og síðar því banda- ríska reið yfir þjóðlífið holskefla sem gerði ölduhreyfingar sögu okkar fram að því heldur smáar. Þessi holskefla og öldurótið sem fylgdi sópaði burm mörgum innviðum sem höfðu borið uppi íslenskt samfélag um aldir og nýjar stoðir titra nú undir hátimbraðri samfélagsbyggingu. En því geri ég þetta hér að umræðuefni að andstæður gamalla tíma og nýrra, sem kalla má að mætist á fyrr nefndum vordegi, eru uppistaðan í öllum verk- um Olafs Jóhanns Sigurðssonar, enda ekki hægt annað að segja en það viðfangsefni sé ærið. Ég held það sé engin ástæða til að ég sé að rifja hér upp helstu ævi- atriði Olafs Jóhanns eða þylja nöfn á verkum hans. Sá fróðleikur er ykkur flestum kunnur og öllum tiltækur. Vil aðeins minna á að hann er jafn- gamall fullveldinu, fæddur og uppalinn í sveit, en tók kornungur þá ákvörðun að gerast rithöfundur og settist þá að í Reykjavík, þar sem hann hefur lifað og starfað kreppuár, styrjaldarár og svo kölluð eftirstríðsár. Mómnarskeið Olafs Jóhanns, árin milli styrjalda, eru um margt sérstæð í íslenskri sögu, milliþáttur milli hins gamla og hins nýja. Mikill hluti þjóðarinnar hafði þá enn viðurværi sitt af landbúnaði og búskaparhættir voru lítt breyttir frá því sem verið hafði um aldir. Afl manns og hests knúði búskapinn áfram en betri tæki voru farin að gera hann að ýmsu leyti 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.