Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 63
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni
Sjáum við þeim ekki fyrir tómstundagamni, sem hæfir þroska þeirra, í
bókaútgáfu, kvikmyndum, sjónvarpi, hljóðvarpi, dagblöðum, áróðri? Fyrir
öllu sjáum við þeim. En það verður að gera þeim skiljanlegt, leiðtogar
þeirra verða að gera þeim skiljanlegt, að þeir verða að launa og virða þá,
sem hugsa fyrir þá.
(114)
Þegar verkamaður eins og Pétur lætur sig hverfa án fyrirvara er það
ögrun við þaulskipulagt kerfi yfirstéttarinnar. Þrátt fyrir tíu stunda vinnu-
dag og markvissan vitundariðnað auðvaldsins, sem býður verkamannin-
um framleiðslu sína að vinnudegi loknum, þá er einhver afkimi í huga
Péturs sem hefur ekki orðið innrætingu valdastéttarinnar að bráð. Leið-
togum þjóðfélagsins er þess vegna illa við þess háttar tiltæki meðal verka-
manna.
Það ættu að vera viðurlög við sjálfsmorðum og geðbilun verkamanna í
velferðarríki/ ... /Já, það er annað raeð okkur. Það er eðlilegt að við
fremjum sjálfsmorð öðruhvoru, ábyrgir og hugsandi menn.
(115)
Hugmyndir yfirstéttarinnar um sjálfa sig eru sem sagt skýrar. Þó er ekki
þar með sagt að þær séu réttar. Sú sjálfsmynd yfirstéttarinnar, sem síðustu
tvær tilvitnanir draga upp, er einmitt dæmi um hugmyndafræðilega yfir-
breiðslu ríkjandi stéttar: Það andlega ofbeldi, sem hún beitir almenning,
túlkar hún sem þjónustu sína við hann og arðrán sitt sem verðskulduð
laun.
Það er sameiginlegt viðbrögðum hinna ýmsu aðila við hvarfi Péturs
að þeir skynja það sem ógæfu. Bjargræðin, sem mönnum detta í hug,
eru margvísleg og ályktar hver út frá sínum forsendum. Vinnufélögunum
býður í grun að eitthvað hafi gengið að Pétri...
... svona í sálinni, eitthvað sem hann hefði kannski langað að tala um við
einhvern, við okkur.
(116)
Meðalið, sem vinnufélagarnir halda að hefði ef til vill getað hjálpað
Pétri, er áfengið, deyfilyf sem vissulega getur linað þjáningar manna
um stundarsakir en býður ekki varanlega bót.
Önnur leið til bjargar eru trúarbrögðin sem margir eru tilbúnir að
benda Lilju á. Þar er Jensína með bænafundina sína og bæklinginn
173