Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 63
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni Sjáum við þeim ekki fyrir tómstundagamni, sem hæfir þroska þeirra, í bókaútgáfu, kvikmyndum, sjónvarpi, hljóðvarpi, dagblöðum, áróðri? Fyrir öllu sjáum við þeim. En það verður að gera þeim skiljanlegt, leiðtogar þeirra verða að gera þeim skiljanlegt, að þeir verða að launa og virða þá, sem hugsa fyrir þá. (114) Þegar verkamaður eins og Pétur lætur sig hverfa án fyrirvara er það ögrun við þaulskipulagt kerfi yfirstéttarinnar. Þrátt fyrir tíu stunda vinnu- dag og markvissan vitundariðnað auðvaldsins, sem býður verkamannin- um framleiðslu sína að vinnudegi loknum, þá er einhver afkimi í huga Péturs sem hefur ekki orðið innrætingu valdastéttarinnar að bráð. Leið- togum þjóðfélagsins er þess vegna illa við þess háttar tiltæki meðal verka- manna. Það ættu að vera viðurlög við sjálfsmorðum og geðbilun verkamanna í velferðarríki/ ... /Já, það er annað raeð okkur. Það er eðlilegt að við fremjum sjálfsmorð öðruhvoru, ábyrgir og hugsandi menn. (115) Hugmyndir yfirstéttarinnar um sjálfa sig eru sem sagt skýrar. Þó er ekki þar með sagt að þær séu réttar. Sú sjálfsmynd yfirstéttarinnar, sem síðustu tvær tilvitnanir draga upp, er einmitt dæmi um hugmyndafræðilega yfir- breiðslu ríkjandi stéttar: Það andlega ofbeldi, sem hún beitir almenning, túlkar hún sem þjónustu sína við hann og arðrán sitt sem verðskulduð laun. Það er sameiginlegt viðbrögðum hinna ýmsu aðila við hvarfi Péturs að þeir skynja það sem ógæfu. Bjargræðin, sem mönnum detta í hug, eru margvísleg og ályktar hver út frá sínum forsendum. Vinnufélögunum býður í grun að eitthvað hafi gengið að Pétri... ... svona í sálinni, eitthvað sem hann hefði kannski langað að tala um við einhvern, við okkur. (116) Meðalið, sem vinnufélagarnir halda að hefði ef til vill getað hjálpað Pétri, er áfengið, deyfilyf sem vissulega getur linað þjáningar manna um stundarsakir en býður ekki varanlega bót. Önnur leið til bjargar eru trúarbrögðin sem margir eru tilbúnir að benda Lilju á. Þar er Jensína með bænafundina sína og bæklinginn 173
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.