Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 64
Tímarit Máls og menningar Hefir þú fundið Jesú. Og þar eru Lolla og nágrannakonan með andatrú á boðstólum, Sveinn með iðrun og syndafyrirgefningu. Oll þessi leit á vit hins yfirnáttúrulega á það sammerkt að breyta ekki veruleikanum. Að vísu getur hún veitt huggun og hana varanlegri en áfengið en samt verður að telja hana flótta undan vandanum. Svefn- og taugatöflur eru hluti daglegs lífs í nútímaþjóðfélagi. Lilja á sjálf taugatöflur sem hún býður dætrum sínum af þegar henni finnst þær þurfa þess og Pétur hefur notað svefntöflur upp á síðkastið. Það er því nærtækt að góð nágrannakona komi með bestu svefntöflurnar sínar þegar erfiðleikar steðja að. Mínar eru ekta svefntöfiur, þú steinsofnar á tíu mínútum, hvernig sem þér er innanbrjósts, bara af einni töflu. 031) Þannig bjóða töflurnar enn eina leið til flótta frá vandamálunum. Meðal þeirra vina og kunningja, sem bjóða fram aðstoð sína, hefur Andri, frændi Péturs, þá sérstöðu að vera efnaður. Hann tekur sjálfur virkan þátt í viðskiptalífinu og frá hans bæjardyrum séð væri ekki ó- líklegt að Pétur hefði „lagt í einhvern bissniss og verið hlunnfarinn“ (bls. 120), þ. e. a. s. að hann hefði lent í peningavandræðum og ef svo væri þá væri Andri fús til að hjálpa. Ótalin er skýringartilgátan sem nágrannakonunni finnst sú eina hugs- anlega varðandi hvarfið, sú að Pétur hafi haldið fram hjá konu sinni. Ef þetta er svo þá telur hún málið ekki alvarlegt þar sem hennar eigin hjónabandsreynsla segir henni að hann muni snúa aftur. Viðbrögð umhverfisins við hvarfinu, hvort sem það eru skýringartilgátur eða tillögur til úrræða, eru því marki brenndar að eiga upptök innan ríkjandi þjóðskipulags, þær ganga ekki í berhögg við reglur þess og þess vegna eru þær vindhögg. Tiltæki Péturs er nefnilega ekki í samræmi við kerfið heldur í andstöðu við það. Andóf gegn ríkjandi hugmyndafrceði Umhverfið, sem Pétur yfirgefur, samþykkir rikjandi hugmyndir þjóð- félagsins, meðvitað eins og Andri eða ómeðvitað eins og Lilja. Að vísu reka menn sig stundum harkalega á í þessu þjóðfélagi en þeir leita ekki orsakanna í skipulaginu og reyna ekki að breyta því heldur flýja til ým- 174
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.