Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 95
Evrópukommúnismi það lýðræðislegra og réttlátara. Þannig hafa viðhorf kommúnistaflokk- anna einkennst af æ meiri endurbótaviðleitni. Gagnrýnin á stalínismann frá vinstri byggist hins vegar á því að hin stalíníska þróun hafi ekki verið afleiðing byltingarinnar heldur hafi hún orðið vegna þess að bylt- ingin var ekki nógu altæk. Kínverjar hafa mjög heint spjótum sínum gegn vígorði Krústjoffs um „friðsamlega samhúð“ á alþjóðavettvangi. En byggist ekki utanríkisstefna kínverja nú á því sama í stað þess að miðast við „alþjóðahyggju öreig- anna“? Nei, ég fellst ekki á það. Kínverjar hafa ætíð lagt mikla áherslu á frelsun þriðja heimsins. Slík frelsun mun að þeirra mati leiða til kreppu heimsvaldastefnunnar vegna þess að hún sviptir hana efnalegum grund- velli sínum. Þetta er nokkuð einfeldnisleg framtíðarsýn en hún er frá- brugðin þeirri sem Sovétríkin aðhyllast. Krústjoff og síðar Brésnéff hafa mótað stórveldastefnu sem miðast við að skapa heimsveldi með því að halda uppi samskiptum við bandaríkjamenn sem byggjast á gagn- kvæmum skilningi og samkeppni. Með því er sovétmönnum tryggður sinn sess sem meðstjórnendur heimsins, jafnframt því sem þeir eru háðir tæknilegri og efnahagslegri samvinnu við Bandaríkin. A sama tíma reyna Sovétríkin að ná fótfestu þar sem heimsvaldastefnan á í örðugleikum. Það er ekki hægt að segja með réttu að kínverjar hagi sér svipað. Jafnvel þótt stefna kínverja sé samsett og oft röng er Kína ekki stórveldi sem stefnir að því að deila heimsyfirráðum með Bandaríkj- unum. Þú leggur mikla áherslu á að setja kenningasmíð og stefnu kínverja fram sem andstalíníska. En það athyglisverða við Kína er samþætting andstalínisma og stalínískra þátta sem oft er mjög áberandi. Það mót- sagnakennda við stefnu kínverja er einmitt þessi gagnrýni á stalínismann í nafni Stalíns. Það er ekki hægt að segja að hún sé gerð í nafni Stalíns. En það er rétt að í henni er viss mótsögn — það finnst mér líka. En þannig birtist hún kínverjum ekki, í þeirra augum er allt á hreinu. Því miður setja hinir kínasinnuðu ml-hópar í Evrópu fram mjög fátæklega og ófull- komna mynd af kínverska „fyrirbærinu“. En þegar allt kemur til alls vitum við hvað kínverjar segja og aðhafast þrátt fyrir tilvist ml-hópanna og þrátt fyrir lélegan áróður kínverja sjálfra. Það sem við vitum fellur hins vegar ekki í kramið hjá kommúnistaflokkunum því það varpar rýrð 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.