Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 102
Tímarit Máls og menningar sem Halldór Laxness er löngu frægur fyrir. Sama má raunar segja um flestar aðrar mannlýsingar bókarinnar, hnit- miðaðar og skýrar og oft eilítið skop- færðar. Það er í rauninni furða hve margir koma við svo stutta sögu, en höfundur hefur valið þann kost að marka þessu stutta skeiði ævi sinnar stað í tímanum og gefa því merkingu með því að miða það við sundurleitan hóp einstaklinga sem — flestir af tilviljun — eiga með honum samleið einhverja stund úr ár- inu sem frá er sagt. Mestur er þar hlutur Jóns Pálssonar frá Hlíð sem verður að e.k. kontrapunkti í þessari mynd af listamanninum ungum. Jón Pálsson verður listamaðurinn sem á sína lútu en spilar aldrei, líklega frumdæmi margra persóna í bókum HL, þeirra sem birta andstæðuna milli hugsjónar og veruleika. I fyrstu kann lesanda að finnast und- arlegt og aðalefni bókarinnar óviðkom- andi hve tæpt er á örlögum eða ævi- ferli margra, sem af tilviljun ber fyrir höfundinn, án þess að þeir hafi í raun og veru minnstu áhrif á hann eða lífs- hlaup hans. En einmitt þessi dæmi valda því að smátt og smátt fara að sækja að lesandanum spurningar: hversvegna? Hversvegna verður einn skammlífur ó- gæfumaður, annar metnaðarlaus utan- garðsmaður (en kannski gæfumaður) í erlendri borg í áratugi, en sá þriðji heimsþekktur listamaður? Þessum spurn- ingum er ekki svarað í sögunni enda þykist höfundur sjálfsagt ekki vita svar- ið. Þó er ekki laust við að á einum stað sé gefið undir fótinn íslenskri for- lagatrú fornri um gæfumenn og ó- gæfumenn, sem líkt og bera örlög sín utan á sér, en það er þegar formand Scheuermann kveður ógæfumanninn Jón Pálsson frá Hiíð með þessum ummæl- um um höfund bókarinnar: Jeg tror han har en stor fremtid for sig. Flestir íslenskir höfundar endurminn- inga kosta kapps um að tala vel um alia og best um þá sem allir hafa talað vel um áður. Þetta er auðvitað dyggð í sjálfu sér, þótt hún togist reyndar á við aðra dyggð, sannleiksástina, en ekki vænleg undirstaða góðra bóka eða skemmtilegra. En menn eru orðnir svo vanir þessu að þeir hrökkva við — þrátt fyrir fyrri reynslu af skrifum HL — þegar hann setur á blað dálítið stráks- leg ummæli um þau mikils virtu þjóð- skáld, Einar Benediktsson og Matthías Jochumsson. Það er þó harla fróðlegt að lesa um það hverjum augum hann hefur litið á ýmis okkar helstu skálda, bæði þegar hann var sautján ára og reyndar síðar, en auðvitað mega menn ekki rugla saman persónulegum vitnis- burði af því tagi, sem hér er um að ræða, og einhvers konar fræðimennsku. Frásögnin af samræðum þeirra Halldórs og Jóns Helgasonar um samtímaskáldin er ágæt og merkileg heimild um smekk og afstöðu næmra ungra manna um 1920. Allt sem segir frá bóklestri og bókakynnum í Ungur eg var er vita- skuld hið merkasta heimildarefni. Það er t. d. eftirtektarvert hvað það er í verkum Strindbergs sem hrífur Hall- dór og leiðir hann á vit þessa meistara. Ungur eg var er í heild ákaflega læsileg bók og vel gerð. Hins vegar gerir fjarlægðin frá persónunum, hið ólympska viðhorf, það að verkum að lesanda getur stundum þótt kuldalega og jafnvel þóttalega sagt frá, og sjálf- sagt fellur mönnum sú afstaða misvel í geð. En því má ekki gleyma að hún er nátengd ýmsum bestu kostum bókar- innar, svo sem hinni hófstilltu kímni. 212
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.