Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 28
’Tímarit Máls og menrtingar sem hann gerir er að sýna okkur hvernig honum birtast ákveðin fyrirbæri, síðan er okkur fullkomlega í sjálfsvald sett hvort við trúum honum og hvaða ályktanir við drögum. Styrkur aðferðar hans er sá að hún dregur á myndrænan og óvæntan hátt fram ákveðnar tegundir félagslegrar hegð- unar sem við höfum vanist á að líta á sem sjálfsagðan hlut, og sýnir okkur nöturleik þeirra og siðleysi. En Laxness beitir ekki ýkjum sínum til þess eins að afhjúpa spillingu, í leikritum hans bregður einnig fyrir fulltrúum heilbrigðari viðhorfa þó að þeir megi sín ekki mikils gagnvart sjúkleika samfélagsins. Þetta eru persónur eins og Kúnstner Hansen í Strompleiknum sem var að eigin sögn „aumíngi sem ekki dugði til annars en að halda ögn í höndina á þeim sem voru meiri aumíngjar“, Ibsen Ljósdal í Prjónastofunni Sólinni og pressar- inn í Dúfnaveislunni. Þetta eru upphafnir, allt að því ójarðneskir menn sem lifa í litlum tengslum við það þjóðfélag sem þeir búa í, e. t. v. af því þeir hafa komist í snertingu við hið mikla og eilífa taó. En þó að þessir menn forðist afskipti af þjóðfélaginu, eigi hvorki hugsjón né milljón, eins og pressarinn orðar það, er siðferðisvimnd þeirra mjög sterk. Höfundur gætir þess vandlega að reyna aldrei að skapa dramatíska spennu milli þess- ara manna og þeirra sem taka þátt í skrípaleik þjóðfélagsins. Húmorinn er tæki hans til að draga fram það djúp sem er staðfest á milli siðferðis samfélagsins og taóistanna, um leið og honum er beitt til að mynda stíllega heild. Pressarinn, Ibsen Ljósdal og Kúnstner Hansen eru óneitanlega all- skoplegir í eintrjáningshætti sínum og barnaskap, en í lýsingu þeirra vottar hvergi fyrir því napra háði sem ýmsar aðrar persónur verða fyrir. I því umhverfi sem þeir lifa í hljóta lífsgildi þeirra að birtast sem hjáræna og jafnvel heimska. En einfeldningshátturinn er raunar besta vopn þeirra og kemur í veg fyrir að þeir verði samdauna þjóðfélagsháttunum. Þó að í kjallaraholu pressarans safnist svo mikið af peningum að hann verði að sturta hluta þeirra ofan í klósettið dettur honum ekki í hug neitt þarfara að gera við þá en að halda fyrir þá dúfnaveislu handa öðrum fátækum mönnum. Að vísu veit hann um eitt fyrirtæki sem hann gæti hugsað sér að styrkja, skattstofuna, því, eins og hann segir: Skattstofan er gott fyrirtæki. Þesskonar fyrirtæki finst mér ættu að dreifa úr sér sem mest. Þú sem tilheyrir verðlagsfélaginu, hefur þér ekki dottið í hug að það sé mál til komið að hætta að tala um verðlag, heldur láta alla fá ókeypis að borða, — ekki getur það kostað svo mikið: einginn maður hefur meiren einn maga.... Ur því til er skattstofa sem aflar fjár svo hægt sé að 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.