Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 93
1984
Þunnlífi: niðurgangur, hálffljótandi hægðir.
Nújá.
Hallmar líkir hugsunum Daníels við þunnan saur úr unglambi.
Daníel líkir Hallmari við kind sem fer fyrir í rekstrum og vondri færð
og gengur í hringi.
Það er erfitt að sjá hvort er verra. Þetta er tímafrekt mál - en mikil-
vægt. Mikilvægt vegna þess að í raun og veru snýst það um þau mann-
réttindi, sem eru undirstaða lýðræðis: Tjáningarfrelsið.
Slík mál sem vekja athygli alþjóðar verða að hafa forgang, jafnvel þótt
Hæstiréttur sé störfum hlaðinn.
Petersens-málið, Bankamálið, Avísanamálið, Byggingarsjóðsmálið og
Spíramálið verða að bíða. Flókin mál og tímafrek og auðvitað mikilvæg.
En þau snúast ekki um þau mannréttindi sem eru undirstaða lýðræðis í
landinu. Þau snúast aðeins um peninga. Þau verða að bíða.
Broddskita: vœg mjólkursótt. Dregur orðið vægur úr þunga ærumeið-
inganna?
Það er hlýtt á skrifstofunni og þykkar lögbækur eru notalegir vinir og
félagar.
Og ekki situr Kristján á Bessastöðum um alla eilífð.
iii
Sigríður Gísladóttir Snæfells er ein í húsinu.
Hún vaknaði klukkan sjö til að vekja börnin og gefa þeim morgunmat.
Reyndar var varla hægt að kalla þau börn lengur, bæði í Menntaskólanum,
Ari í sjötta bekk og Olöf í fjórða.
Þegar þau voru farin hitaði hún kaffi og lagði á borð fyrir Magnús.
Klukkan átta heyrði hún hann ganga inn í baðherbergið. Hún heyrði hann
pissa, bursta í sér tennurnar, og síðan skrúfaði hann frá sturtunni. Hann
stóð undir bununni í þrjár mínútur, síðan skrúfaði hann fyrir.
Nú er hann að raka sig.
Hún reis á fætur og gekk inn í svefnherbergið, opnaði klæðaskápinn
og tók fram hvíta skyrtu og gekk í áttina að baðherberginu.
— Veistu nokkuð um skyrtu handa mér? kallar Magnús, og hún opnar
dyrnar og réttir honum skyrtuna.
Hann stendur þarna og hefur vafið baðhandklæði um lendar sér, eins
83