Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar sem allir eru fremur íhaldssamir sem leikskáld. Vésteini Lúðvíkssyni má reyndar einnig bæta í þennan hóp, en leikrit hans Stalín er ekki hér, sem er með mjög hefðbundnu sniði, vakti mikla athygli í sýningu Þjóðleik- hússins í fyrra, eins og mönnum er í fersku minni. Sjálfsagt þyrfti sérstakar rannsóknir til að komast að raun um eftir hverju áhorfendur sækjast svo mjög í leikritum þessara höfunda. Þeir eru all- ólíkir og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. Birgir les neysluþjóð- félaginu og sýkingu hugarfarsins pistilinn í leikritum sínum, og í Stalín er ekki hér er kjarnafjölskyldan, eignarétturinn, kapítalisminn og kommún- isminn sett undir debatt. I leikritum Jónasar er einnig að finna tilburði til þjóðfélagsádeilu, en hún verður sjaldnast meira en dálítið krydd út á gamansemina og svipað má segja um sumt sem frá Kjartani hefur komið. Þau þrjú leikrit, sem hann hefur sent frá sér, eru innbyrðis mjög ólík og erfitt að koma auga á heildareinkenni á þeim. Ef til vill skera þau sig þó úr verkum annarra höfunda að því leyti að þau eru býsna leikræn, jafnvel þau sem eru með hefðbundnara sniði. I Saumastofunni er brugðið á leik með hlutverkaskiptinguna, þegar saumakonurnar setja á svið atriði úr lífi hver annarrar, og í Blessuðu barnaláni og Týndu teskeiðinni vegur farsinn nokkuð upp á móti natúralismanum. Það sem sameinar þessa höfunda, auk hins hefðbundna forms þeirra, er að þeir sækja flest yrkisefni sín í íslenskan samtíma og segja frá hlutum sem fólk kannast við og á auðvelt með að átta sig á. Enginn þeirra hættir á að það sem þeir vilja segja fari fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfend- um, en þeir geta ekki heldur talist jafn frumlegir og nýskapandi leikrita- höfundar og Laxness. Þeir hafa ekki lagt á sig sömu glímu við tjáningar- formið og hann gerði og þess vegna nær markmið þeirra og boðskapur ekki að gagnsýra verkin í heild. Það er því vart hægt að segja að með leikritum þeirra eigi sér stað sérstök þróun í íslenskum leikbókmennmm og í sumum tilvikum virðist mér jafnvel skjóta upp kollinum slæmt skiln- ingsleysi á hlutverki formsins, eins og ég kem betur að á eftir. Það er ekki auðvelt að sýna fram á að ákveðin tjáningarform henti mönnum við ákveðnar félagslegar aðstæður og aðrar ekki. Sumir myndu sjálfsagt telja slíkt fyrir utan verksvið fræðimanna. Sú þörf til að tengja listsköpun öðmm þáttum mannlegs verknaðar og viðleitni, sem hefur sett mikinn svip á þróun húmanískra vísinda undanfarið, hefur þó vakið ýms- ar nýjar spurningar. Leikhús og bókmenntir eru félagsleg fyrirbæri, tæki listamanna til að ná til hóps annars fólks og þess vegna hlýtur þetta tæki 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.