Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 47
Buldi vi8 brestur
upp frá virðulegu starfi í Bretaveldi til að taka að sér nýstofnaðan skóla á
Möðruvöllum í Hörgárdal, og hefur sú stofnun frá upphafi til þessa
dags verið æðsta menntastofnun Norðurlands. Prófasturinn Þórarinn í Görð-
um á Alftanesi gerðist forgöngumaður um stofnun Flensborgarskólans í
Hafnarfirði og átti mestan þátt í að móta hann sem áhrifamesta alþýðu-
skóla sunnanlands. Sá skóli varð brautryðjandi í sérmenntun til kennara-
starfs og fyrirrennari Kennaraskóla Islands, sem reis á fyrsta tugi þessarar
aldar. Þegar Kennaraskólinn var svo settur á stofn, þá var prestur í Árnes-
þingum kvaddur til forstöðu, við af honum tekur svo guðfræðingur, og
undir þeirra forsjá mótast meginfloti menntuðustu manna kennarastétt-
arinnar fyrr og síðar. Rétt eftir síðustu aldamót setti Sigtryggur Guðlaugs-
son, sóknarprestur Dýrafjarðarþinga, héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði
og stjórnaði honum í aldarfjórðung. Sá skóli var höfuðmenntasetur Vest-
fjarða þar tii fyrir fáum árum, að menntaskóli var settur á stofn á Isafirði.
Hér hefur verið stiklað á stóru, aðeins minnzt þess, er fyrst kom í hugann.
En andstaðan gegn brjálæði svartasta miðaldamyrkursins og forusta
í niðurrifi trúarhégilja hefur mér alltaf fundizt varpa mestum ljóma yfir
prestastétt landsins og framlag kirkjunnar í menningarmálum. Ég get
ekki látið hjá líða að minnast frammistöðu Brynjólfs biskups Sveinssonar,
sem stóð eins og klettur úr hafinu í galdratrúarbrjálæðinu, sem gekk eins
og Svarti dauði yfir Vesmr-Evrópu á 17. öld og er eitt ofboðslegasta fyrir-
bæri íslenzkrar menningarsögu. Þó var það ekki nema svipur hjá sjón mið-
að við það, sem næstu menningarþjóðir mega minnast í þeim sökum.
(Mætti ég innan sviga bera fram þá frómu ósk, að biskupar kirkju vorrar
í nútíð og framtíð megi velja sér hann til sem gleggstrar fyrirmyndar,
þegar að vilja steðja sams konar hættur, og mun þá vel fara). En mesta
undrun mína og aðdáun hefur það þó vakið, hve mikinn þátt íslenzka
prestastéttin og forustumenn kirkjunnar áttu í atlögu þeirri, sem á síð-
ustu öld var hafin gegn steinrunnum rétttrúnaði í boðun kirkjunnar í lok
fyrri aldar og áfram haldið á fyrsm mgum þessarar með frábærum árangri
á heimsmælikvarða. Þar var Páll Sigurðsson presmr í Gaulverjabæ í farar-
broddi. Prédikunarsafn hans kom út 7 árum eftir dauða hans og vom
um það skiptar skoðanir. Séra Bjarni Símonarson á Brjánslæk sá um út-
gáfuna og skrifaði formála fyrir henni. Þar læmr hann í það skína, hvaða
sökum þessar ræður væm bornar, en réttlætir þær meðal annars með þess-
um orðum: „Hér er það einkum sýnt og mest áherzla lögð á, hvernig
þetta Ijós (þ.e. kristindómsins) á að bera birm í daglega lífinu“. Séra
57