Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar þá varbúnir, var kínverskum herjum Sjangs Kæséks sigað á norðurhluta Víetnams en hin „sósíalíska“ stjórn Verkamannaflokksins breska lagði undir sig suðurhlutann. Verkefni hernámsliðanna var hins vegar að búa í haginn fyrir franska hernaðarinnrás, og hún kom meðan franski kommún- istaflokkurinn átti enn sæti í ríkisstjórn. Þessi reynsla olli því að nokkrum árum síðar var Kommúnistaflokkur Indókína lagður formlega niður af Hó og félögum hans, vafalaust af sárindum sem aldrei voru þó látin uppi, en einnig vegna hins að draumspeki um eilífðarríki skiptir engu máli fyrir þjóð sem berst fyrir lífi sínu. Síðan hefur enginn Kommúnistaflokkur verið í Víetnam. Enn fráleitari er þó sú kenning að kommúnistar hafi farið með völd í Kampútsíu seinusm árin; hinir svokölluðu rauðu kmerar era í staðinn þjóðernishyggjumenn og sæluríki þeirra er ekki í framtíð heldur 30 alda gamalli fortíð. Fornleifarannsóknir sanna að 11 öldum fyrir tímatal okkar hafi verið mikilsháttar menningarríki skipulagt af þjóð sem þá kallaði sig kmera, og rómantískir menn búa sér til ævintýri um að þá hafi einnig verið fagurt mannlíf. Það er algengt fyrirbæri að kúgaðar þjóðir sjái fortíð sína í hillingum; því hefur til dæmis til skamms tíma verið haldið að íslend- ingum að á fyrstu öldum Islandsbyggðar hafi verið hér sæluríki, kallað þjóðveldi, og rómantískir menn lýsa því í bundnu máli og lausu hvílík dýrðartíð hafi verið þegar hetjur riðu um héruð. Staðreyndin var auðvitað sú að þjóðskipulagið á Islandi var í öndverðu þrælahald en síðan höfðingja- veldi með grimmilegri stéttaskiptingu sem komst í fastar skorður með kristnitöku og tíundarlöggjöf, en hún hafði það meginmarkmið að tryggja forréttindastétt yfirburði á sviði efnahagsmála. Málflutningur „rauðra kmera“ í Kampútsíu fengi hliðstæðu hérlendis ef leiðtogar Alþýðubanda- lagsins teldu sig stjórna flokki rauðra landnámsmanna. En rauðu kmerarnir í Kampútsíu léra sér ekki nægja að dýrka fortíðina; hún skyldi endurvakin, skeiðað 3000 ár afrar í tímann! Fólk var rekið með ofbeldi úr borgum, sem taldar voru vestræn spilling, hafnað var öllum vélum og vinnutækjum sem knúin væru sterkara afli en vöðvaþrótti, og fjölskyldum sundrað vegna þess að heimilin voru talin gagnsýrð vestrænni spillingu. I staðinn voru skipulagðar tilhleypingar og sérstök barnagæsla átti að sjá um að hinir nýju þegnar kæmust óspilltir á legg. Lýst var yfir því að fjöldi þjóðarinnar skipti ekki máli, heldur gæði hvers einstaklings. Ekki verður fjallað um það hér til hvílíkra óskapa þessi fornaldarhyggja leiddi, enda mátti landið heita lokað. Hitt er staðreynd að til Víetnams flýðu um 200 þúsundir kampútsíu- 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.