Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 74
Peter Carleton
Dymbilvaka, skáldið í vitanum
Dymbilvaka Hannesar Sigfússonar er einn hápunktur eftirstríðsbók-
mennta á Islandi. Hún kom út 1949, en árið áður hafði Steinn Steinarr sent
frá sér Tímann og vatnið. Atómskáldskapurinn virtist tilbúinn að leggja
undir sig landið, og enn ógnarlegri öfl biðu í anddyri. Menn ýmist hlógu
af fögnuði eða gnístu tönnum. Fáum stóð á sama, og margir voru þeir sem
óskuðu þeim Steini og Hannesi til andskotans. En eitt var augljóst: ljóða-
heimur Islendinga var ekki hinn sami og áður.
Það hefur lítið verið skrifað um Dymbilvöku og menn hafa virst hálf-
smeykir við hana. Sjálfur er ég fús til að viðurkenna, að ég er hræddur við
hana. Það er ekki hverjum hent, og síst mér, að hverfa inn í þann heljar-
heim sem er nóttin í Dymbilvöku, og sleppa þaðan sálarheill að morgni.
En við skulum samt burðast við að segja fáein orð um kvæðið, þó af lítilli
getu sé, og vinna þannig að því að það sé víðar lesið og betur skilið, því það
getur komið fyrir hvern sem er þegar minnst varir að vera nætursakir í
vitanum.
Við erum svo heppin að skáldið hefur skilið okkur eftir frásögn um
sköpunarsögu Dymbilvöku. í viðtali í Birtingi (1958, I, 6) segir Hannes
þetta um kvæðið:
Umhverfi Reykjanesvita hefur að sjálfsögðu lagt þar eitthvað til, en að öðru
leyti er mér ekki fyllilega meðvitað hvaðan mér komu þessar sýnir. Dymbil-
vaka er innspíreruð bók, en ekki unnin. Þetta er mín heimsmynd, kaótísk á
margan hátt: í henni blandast efasemdir um kommúnismann, geðhrif í
sambandi við misheppnaðar tilraunir til skáldsagnagerðar, og sitthvað fleira
sem mér væri ógerlegt að greina sundur. Heimur þessa ljóðs er mér nú jafn
framandi og hverjum öðrum.
Hér vísar Hannes til dvalar sinnar á Reykjanesvita veturinn 1948—’49.
Margir íslendingar tengja kvæðinu aðra skírskotun enn.1 28. febr. 1950
strandaði olíuskip beint framundan vitanum. Næstum allir um borð fór-
ust og líkin héldu áfram að berast að landi dögum saman. Hannes fékk
1 Sjá t. d. Stefán Einarsson: íslensk bákmenntasaga 874—1960 (Rvík 1961), 438.
64