Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar Sópur með of stuttu skafti Kenning Magnúsar Torfa um herveldi víetnama er ámóta speki og að haida því fram að ríkin á meginlandi Evrópu hafi búið yfir frábærum herstyrk í lok heimsstyrjaldarinnar síðustu, en það var raunar sagt um Sovétríkin, þar sem tugir miljóna manna höfðu fallið eða fatlast og framleiðslukerfið var rjúkandi rúst. Þó er samlíkingin um Víetnam enn fráleitari. Ekkert svæði á yfirborði hnattarins hefur verið leikið jafn herfilega með háþróaðri tor- tímingartækni. Talið er að um ein miljón barna hafi verið myrt í styrj- öldinni, en hálf miljón lifað af örkumla. Margar miljónir manna höfðu farist eða gerfatlast, enda var varpað yfir landsmenn sprengimagni sem jafngilti 50—100 tonnum á hvert einasta mannsbarn. Víða í Víetnam var varpað þvílíku sprengimagni á takmörkuð svæði að kjarnorkusprengj- urnar sem kastað var á Hírósíma og Nagasakí í lok heimsstyrjaldarinnar urðu eins og púðurkerlingar í samanburði, tvöfalt meira magni en notað var í allri Evrópu og Norður-Afríku í síðustu heimsstyrjöld. Oll mannvirki í landinu máttu heita rústir einar; brýr, vegir og aðrar samgönguleiðir ger- eyðilagðar. Notuð voru ný drápstæki, nálasprengjur, kúlusprengjur og út- smognar tímasprengjur, og stráð yfir landið allt eiturefnum og gasi til að tré í frumskógum felldu lauf sín, jarðargróður dæi og uppskera eitraðist. Stefnt var að því að gera landið óbyggilegt með því að raska jafnvægi nátt- úrunnar, svo að hvirfilvindar og flóð yrðu óviðráðanleg vandamál. Þegar víetnamar gersigruðu herveldi Bandaríkjanna og leppa þess, var land þeirra allt rjúkandi rúst, svo að margir náttúruvísindamenn töldu það óbyggilegt með öllu. Tortímingarstyrjöldin í Víetnam varð nærgöngulli við samvisku mann- kynsins en nokkur atburður annar eftir síðustu heimsstyrjöld og dró eftir sér langan slóða um gervallan hnöttinn, franska nýlenduveldið hrundi til grunna, bandaríska þjóðin áttaði sig á því að glæpaflokkur hafði farið með æðstu völd í Washington og setti forsprakka hans í tukthús, þótt for- setinn væri réttilega ekki talinn sakhæfur vegna geðbilana. En um hlut- skipti víetnama var lítið sinnt. Af efnahagsaðstoð hins svokallaða vestræna heims kom helmingur frá Norðurlöndum; að vísu ekki króna frá Islandi, þótt bandaríska herstjórnin hefði notað herstöðina á Miðnesheiði, sem er ginnheilög einnig í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar, til þess að þjálfa flugmenn í tortímingartækni svo að hægt væri að uppræta örsnautt 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.