Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 95
1984
Þeir híma í búrinu, éta og tísta, engum til skemmtunar. Allrasíst henni,
eða sjálfum sér.
Sigríður Gísladóttir Snæfells er 43 ára. Hún og Magnús eru samstúdent-
ar. Þau giftust 17. júní vorið sem þau útskrifuðust.
Magnús fór í lögfræði. Hún í frönsku og franskar bókmenntir. Hún
hætti eftir tvö ár, því þá var Gísli fæddur. Hann er núna í Bandaríkjunum,
les hagfræði við Harvard.
Annars lítur hún ekki út fyrir að eiga uppkomin börn. Hún er ennþá
grönn og hrukkurnar í andlitinu hvorki margar né djúpar.
Hún er fyrirmyndarhúsfreyja, eiginkona og móðir, og hún lætur sér
jafnannt um sitt eigið útlit og útlit heimilisins, enda á hún ekki langt að
sækja myndarskapinn, því að í minningargrein um móður hennar hafði
Zóphanías Geirsson fyrrverandi háskólarektor sagt, að hann hefði aldrei
séð frú Margréti öðruvísi búna en þannig að hún hefði getað gengið fyrir
þjóðhöfðingja.
Dóttirin hefði líka getað gengið fyrir þjóðhöfðingja, en þessa stundina
var hún að hugsa um annað.
Hún var að hugsa um Kjartan Kristjánsson.
— Ferðaskrifstofan Geislar, góðan dag, sagði símastúlkan.
— Já, góðan daginn, er forstjórinn við?
— Fyrir hvern er það með leyfi?
— Eg heiti Guðbjörg Guðmundsdóttir.
— Eg skal gá að því hvort hann sé við, augnablik.
Augnablik leið.
— Já, halló, sagði karlmannsrödd. Karlmannleg karlmannsrödd.
— Er það forstjórinn sjálfur, sagði hún. Er maður kannski að trufla for-
stjórann?
— Ert það þú, Dídí? Sæl, ástin mín.
— Það er föstudagur.
— Ha?
— Það er föstudagur. Ertu búinn að gleyma því?
— Nei. Nei, auðvitað er ég ekki búinn að gleyma því. Hvernig ætti ég
að geta gleymt því...
— Mig langaði svo til að heyra í þér...
85