Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 12
Tímarit Máls og menningar einn af ötulustu liðsmönnum. Hann var einn stofnenda Félags byltingar- sinnaðra rithöfunda 1933 og síðar einn af stofnendum Máls og menningar, og sat í stjórnum beggja þessara félaga frá upphafi. Hann lagði drjúgan skerf til Rauðra penna, bæði með frumsömdum sögum, ritgerðum og þýð- ingum, og hann var raunar líka upphafsmaður nafnsins á þessu merkilega ársriti sem markaði svo djúp spor í íslensku menningarlífi. Frá upphafi var Halldór náinn samstarfsmaður Kristins Andréssonar, og bar aldrei skugga á vináttu þeirra, en frá 1937 var það samstarf órjúfanlega tengt Máli og menningu. Sá félagsskapur var raunar stofnaður á heimili þeirra Halldórs og Gunnþórunnar á Barónsstíg 55, og ótaldir stjórnar- fundir félagsins voru síðan haldnir á heimili þeirra hjóna, því að Halldór sat í stjórn Máls og menningar frá upphafi og, að undanskildum fáum árum, fram til ársins 1971, þegar þeir Kristinn létu báðir af stjórnarstörfum að eig- in ósk. I nær 40 ár var Halldór því nátengdur þeirri útgáfustarfsemi sem Kristinn kom af stað, allt frá 1. bindi Rauðra penna og til síðustu bókar Halldórs, sem út kom 1973. Allar frumsamdar bækur hans, nema sú fyrsta, sem hann lét prenta í Berlín, komu út hjá Máli og menningu og Heimskringlu, og hann þýddi fyrstu skáldsöguna sem Mál og menning gaf út, Móðurina eftir Maxim Gorkij. Síðasta þýðing hans fyrir Mál og menningu, Mannsævi eftir Konstantín Pástovskí, kom út 1968—70, en þessi tvö stórvirki eru upphaf og endir þýðingarstarfsemi Halldórs á 35 ára skeiði. í Tímariti Máls og menningar birti hann margar af smásögum sínum í fyrsta sinn og skrifaði þar fjölda greina. Mér er því bæði ljúft og skylt að flytja hér þakkir félagsins fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem Halldór innti af höndum í þágu þess. Kynni okkar Halldórs hófust einmitt í sambandi við Mál og menningu, og við sátum saman í stjórn félagsins í aldarfjórðung; ég get því um það borið hversu hollráður og áhugasamur hann var um öll mál félagsins, bæði á stjórnarfundum og utan þeirra. Þessi félagsmálastörf Halldórs voru lítt kunn almenningi, þau voru unnin í kyrrþey, eins og best hentaði skapgerð hans, en um gildi þeirra geta þeir borið sem með honum unnu, og álit þeirra hefur aldrei leikið á tveim tungum; hann var hellubjarg sem aldrei brást því trausti sem honum var sýnt. En öll þessi kyrrláta starfsemi sem ég hef drepið á var ekki nema lítill hluti þess ævistarfs sem Halldór innti af hendi. Það sem almenningi er kunnast og lengst mun halda nafni hans á lofti var vitaskuld skáldskapur 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.