Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 39
Endurreisn eða auglýsingamennska lið leikhússins sér ekki skýra grein fyrir því að hvaða marki það keppir með list sinni er viðbúið að það láti undan kröfum markaðarins, sýni það eitt sem „fólk vill sjá“, eins og það heitir, og gefist upp við að hafa áhrif á smekk áhorfenda og móta skoðanir þeirra. Þessi tilhneiging er auðvitað til hjá öllum leikhúsum sem verða að bjóða framleiðslu sína til sölu á frjálsum markaði. Þó virðist mér hún hvergi hafa komið jafn skýrt í ljós og hjá Leikfélagi Reykjavíkur á undanförnum árum. Eg hef að vísu ekki aðgang að bókhaldi félagsins og öðrum gögnum þess og get því ekki fært óyggjandi sönnur á þessa fullyrðingu, en sem reglulegur leikhúsgestur fæ ég ekki betur séð en félagið sé komið hættu- lega langt út á braut skemmtanaiðnaðarins. Þessi þróun hefur haft marg- víslegar afleiðingar fyrir listræna stöðu hússins sem ekki er ástæða til að ræða sérstaklega hér. I sambandi við leikritunina finnst mér sérstök ástæða til að benda á að í ýmsum tilvikum hefur innlend framleiðsla tekið við því hlutverki sem erlendir afþreyingarleikir gegndu áður. Reynslan hefur sýnt að fólk unir sér aldrei bemr í leikhúsinu en þegar saman fer hefðbundið frásagnarform og þjóðleg skemmtan og við það hafa forráðamenn hússins einfaldlega miðað verkefnaval sitt. Þeir hafa opnað dyr leikhússins fyrir höfundum, eflaust í góðri trú um að þeir væru að gera bókmenntunum stórgreiða en einnig í trausti þess að þeir yrðu ekki hlunnfarnir í þeim skipmm. Frá viðskiptalegu sjónarmiði er aðalkosmrinn við leikrit Kjartans Ragnarsson- ar, Jónasar Arnasonar og jafnvel Birgis Sigurðssonar ekki sá að þau eru íslensk, heldur sá að þau hafa skilað af sér góðum ábata. Mér þykir því æði margt benda til þess að á bak við talið um blómann í íslenskri leik- rimn leynist lævísleg auglýsingamennska, en engin raunveruleg stefnu- breyting af hálfu leikhússins. Það hefur lagað sig að kröfum neytendanna og glatað því fmmkvæði sem er forsenda listræns þroska. Auðvitað er nauðsynlegt að dylja þessa staðreynd fyrir sjálfum sér og öðrum. Og þá kemur goðsögnin um gróskuna í góðar þarfir, því að hvernig er hægt að saka leikhús sem sýnir helst ekki annað en íslensk leikrit um að vera úr tengslum við innlendan vemleika? Þannig hentar talið um blómann í ís- lenskri leikrimn ágætlega til að draga fjöður yfir stefnuleysi leikhússins og vanmátt þess til að takast á við vanda þess þjóðfélags sem það er hluti af. Og önnur leikhús hafa enga ástæðu til að afhjúpa þessa goðsögn, því að fari jafn illa fyrir þeim og Leikfélagi Reykjavíkur kann að vera þægilegt fyrir þau að grípa til hennar líka. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.