Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar
beggja er spurningin um tilganginn með því að skrifa þær. Söguhetjan
í „The Floating Opera“ (1956) íhugar sjálfsmorð og sveiflast milli skyn-
semi og eðlisávísunar, orða og þagnar. Sagan gefur sterklega í skyn þá
þversögn eða firru höfundarins að vera að setja saman skáldverk um vanda
sem er óleysanlegur. Urræði hans er að réttlæta bæði sjálfan sig og sög-
una með lausbeisluðu skopi.
„The End of the Road“ (1958) glímir við svipaðan vanda. Söguhetjan,
eða réttara sagt and-hetjan Horner, stríðir við endalausa möguleika mann-
legrar tilveru og endar í algeru hreyfingar- eða viljaleysi. Horner bjargast
frá algerri gleymsku og tilgangsleysi með því að tengjast höfundi sínum.
Að breyta reynslu í orði verður hin endanlega réttlæting á tilveru hans.
I seinni skáldsögum sínum gengur Barth skrefi lengra í skopstælingu á
sjálfum sér með því að færa lesandanum, eins og hann kemst að orði,
verk sem „stæla form Skáldsögunnar, eftir höfund sem stælir form Höfund-
arins“. „The Sot-Weed Factor“ (1960) er gríðarlöng söguleg skáldsaga sem
dregur alla hluti í efa — leyndardóm mannlegs persónuleika, raunir ástar-
innar, vitfirringu sögunnar, súrrealisma náttúrunnar. Barth beitir margs
konar stíltegundum og teygir trúgirni lesandans út á ysm nöf. A yfirborð-
inu er höfundurinn að segja sögu annars höfundar, Ebenezers Cookes, sem
raunverulega birti langt kvæði árið 1708 undir heitinu „The Sot-Weed
Factor“ (sem var á þeim tíma amerískt starfsheiti tóbakskaupmanna). En
þegar til kemur er inntak mannkynssögunnar í augum beggja höfunda ekki
annað en efni í samlíkingar og þess vegna er allt afstætt, fjarstætt og leyfi-
legt. Persónur skipta um persónuleika, fara úr einu gervi í annað og allt
er ein allsherjar ringulreið á breiðtjaldi tungunnar: Ameríkanar og Eng-
lendingar, indíánar og hvítir menn, konur og karlar, kaþólikar og mót-
mælendur, hetjur og heiglar — allt er það sama tóbakið. Eigi að síður
verður skáldsagan eins konar allegoría um sakleysi í leit að réttlátum heimi
og jafnframt dæmisaga um höfund sem er staddur á hengiflugi.
í næstu bók sinni, „Giles Goat-Boy“ (1966) gengur Barth jafnvel enn
lengra í leik sínum með blekkingu eða sjónhverfingu og veruleik. Sögu-
þráðurinn er endalaust slitinn af sendibréfum, formálum og afneitunum.
Bókmenntalegar og staðbundnar tilvísanir liggja eins og hráviði á víð og
dreif um textann, eins og þeim hafi verið sáldrað þar af galinni tölvu
sem kynni að vera sjálfur höfundur sögunnar, að því er Barth gefur í skyn.
Eftir því sem næst verður komist er það hefðbundinn höfundur að nafni
J. B. sem afræður að leggja til hliðar eftirlætisviðfangsefni sitt, Alheims-
118