Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 128
Tímarit Máls og menningar beggja er spurningin um tilganginn með því að skrifa þær. Söguhetjan í „The Floating Opera“ (1956) íhugar sjálfsmorð og sveiflast milli skyn- semi og eðlisávísunar, orða og þagnar. Sagan gefur sterklega í skyn þá þversögn eða firru höfundarins að vera að setja saman skáldverk um vanda sem er óleysanlegur. Urræði hans er að réttlæta bæði sjálfan sig og sög- una með lausbeisluðu skopi. „The End of the Road“ (1958) glímir við svipaðan vanda. Söguhetjan, eða réttara sagt and-hetjan Horner, stríðir við endalausa möguleika mann- legrar tilveru og endar í algeru hreyfingar- eða viljaleysi. Horner bjargast frá algerri gleymsku og tilgangsleysi með því að tengjast höfundi sínum. Að breyta reynslu í orði verður hin endanlega réttlæting á tilveru hans. I seinni skáldsögum sínum gengur Barth skrefi lengra í skopstælingu á sjálfum sér með því að færa lesandanum, eins og hann kemst að orði, verk sem „stæla form Skáldsögunnar, eftir höfund sem stælir form Höfund- arins“. „The Sot-Weed Factor“ (1960) er gríðarlöng söguleg skáldsaga sem dregur alla hluti í efa — leyndardóm mannlegs persónuleika, raunir ástar- innar, vitfirringu sögunnar, súrrealisma náttúrunnar. Barth beitir margs konar stíltegundum og teygir trúgirni lesandans út á ysm nöf. A yfirborð- inu er höfundurinn að segja sögu annars höfundar, Ebenezers Cookes, sem raunverulega birti langt kvæði árið 1708 undir heitinu „The Sot-Weed Factor“ (sem var á þeim tíma amerískt starfsheiti tóbakskaupmanna). En þegar til kemur er inntak mannkynssögunnar í augum beggja höfunda ekki annað en efni í samlíkingar og þess vegna er allt afstætt, fjarstætt og leyfi- legt. Persónur skipta um persónuleika, fara úr einu gervi í annað og allt er ein allsherjar ringulreið á breiðtjaldi tungunnar: Ameríkanar og Eng- lendingar, indíánar og hvítir menn, konur og karlar, kaþólikar og mót- mælendur, hetjur og heiglar — allt er það sama tóbakið. Eigi að síður verður skáldsagan eins konar allegoría um sakleysi í leit að réttlátum heimi og jafnframt dæmisaga um höfund sem er staddur á hengiflugi. í næstu bók sinni, „Giles Goat-Boy“ (1966) gengur Barth jafnvel enn lengra í leik sínum með blekkingu eða sjónhverfingu og veruleik. Sögu- þráðurinn er endalaust slitinn af sendibréfum, formálum og afneitunum. Bókmenntalegar og staðbundnar tilvísanir liggja eins og hráviði á víð og dreif um textann, eins og þeim hafi verið sáldrað þar af galinni tölvu sem kynni að vera sjálfur höfundur sögunnar, að því er Barth gefur í skyn. Eftir því sem næst verður komist er það hefðbundinn höfundur að nafni J. B. sem afræður að leggja til hliðar eftirlætisviðfangsefni sitt, Alheims- 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.