Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 31
Endurreisn eða auglýsingamennska viðburðasnauður hversdagsleiki sem veldur sumum pirringi og leiða en flestir hafa þó sætt sig við, a. m. k. dettur engum í hug í alvöru að þessu ástandi megi breyta. Þetta fólk á engra annarra kosta völ en að dúsa eitt og yfirgefið hvert í sínu horni og reyna þar að bæta sér upp á einhvem fáfengilegan hátt þau samskipti við annað fólk sem það fer á mis við. Það á enga sameiginlega drauma sem gætu gert því kleift að skilja hvert annað. Þess vegna myndast hér engin spenna milli valkostsins og vemleikans, þess lífs sem þetta fólk verður að lifa og þess lífs sem það gæti lifað. Kannski er það einmitt af þessum sökum sem persónur þessa leikrits vekja ekki neinn sérstakan áhuga manns, þó svo þeim sé allraunsæislega lýst. Inn í leikritið fléttast saga Halldórs sem dreif sig ungur til sjós, hætti í Tónlistarskólanum og skildi æskuástina eftir. Ekkert fáum við að vita um orsakir þessa uppátækis, en nú er Halldór kominn aftur og finnur æsku- ástina öðrum gefna. Um stund dettur þeim í hug að taka þráðinn upp að nýju og flytja saman vestur á land þar sem lífið ku vera einfaldara og eðlilegra en í höfuðborginni; en auðvitað eru slíkir draumórar ekki til neins og í leikslok skilja leiðir á ný. Svipað mótíf er að finna í fleiri leik- ritum Jökuls, t. d. Dómínó, Syni skóarans og dóttur bakarans og jafnvel Klukkustrengjum. Ekki treysti ég mér til að segja nákvæmlega hvaða hugs- un felst á bak við það, en líklega vill höfundurinn með því koma á fram- færi almennum spurningum um leit mannsins að lífsfyllingu. Einfarar Jökuls, Halldór, Gestur í Dómínó og Jói sonur skóarans, snúa allir eftir langa útivist afmr til síns heima í von um að endurheimta horfna ham- ingju: Allir komast þeir að raun um að þessi von er fánýt; maðurinn er alltaf einn, og ætli hann að verða frjáls verður hann að horfast í augu við tilgangsleysi lífsins og varpa frá sér öllum tálsýnum. I Sjóleiðinni hefur Halldór einn gert sér þetta ljóst; „sá sem er laus við vonina úr sjópokan- um sínum, hann einn fer frjáls um allan sjó,“ segir hann áður en hann heldur á brott í leikslok, væntanlega frjáls maður. Akveðin tilvistarvandamál, sem varða manninn einan, hvíla því greini- lega þungt á höfundi. Þó held ég ekki að hann sé óskiptur í trú sinni á þann existentíalisma sem hann boðar í Sjóleiðinni og e. t. v. fleiri leikrit- um. Eg fæ nefnilega ekki séð hvernig lausn þessa leikrits verður samrýmd þeirri sem Hart í bak mælir með. I Hart í bak er samstaðan mælikvarði mannlegs velfarnaðar, í Sjóleiðinni getan til að standa einn og lifa án vonar. I Hart í bak eru afdrif persónanna afleiðingar ákveðinna viðbragða við félagslegum aðstæðum þeirra, en í Sjóleiðinni lifa persónurnar sam- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.