Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 31
Endurreisn eða auglýsingamennska
viðburðasnauður hversdagsleiki sem veldur sumum pirringi og leiða en
flestir hafa þó sætt sig við, a. m. k. dettur engum í hug í alvöru að þessu
ástandi megi breyta. Þetta fólk á engra annarra kosta völ en að dúsa eitt
og yfirgefið hvert í sínu horni og reyna þar að bæta sér upp á einhvem
fáfengilegan hátt þau samskipti við annað fólk sem það fer á mis við. Það
á enga sameiginlega drauma sem gætu gert því kleift að skilja hvert annað.
Þess vegna myndast hér engin spenna milli valkostsins og vemleikans, þess
lífs sem þetta fólk verður að lifa og þess lífs sem það gæti lifað. Kannski
er það einmitt af þessum sökum sem persónur þessa leikrits vekja ekki
neinn sérstakan áhuga manns, þó svo þeim sé allraunsæislega lýst.
Inn í leikritið fléttast saga Halldórs sem dreif sig ungur til sjós, hætti
í Tónlistarskólanum og skildi æskuástina eftir. Ekkert fáum við að vita um
orsakir þessa uppátækis, en nú er Halldór kominn aftur og finnur æsku-
ástina öðrum gefna. Um stund dettur þeim í hug að taka þráðinn upp að
nýju og flytja saman vestur á land þar sem lífið ku vera einfaldara og
eðlilegra en í höfuðborginni; en auðvitað eru slíkir draumórar ekki til
neins og í leikslok skilja leiðir á ný. Svipað mótíf er að finna í fleiri leik-
ritum Jökuls, t. d. Dómínó, Syni skóarans og dóttur bakarans og jafnvel
Klukkustrengjum. Ekki treysti ég mér til að segja nákvæmlega hvaða hugs-
un felst á bak við það, en líklega vill höfundurinn með því koma á fram-
færi almennum spurningum um leit mannsins að lífsfyllingu. Einfarar
Jökuls, Halldór, Gestur í Dómínó og Jói sonur skóarans, snúa allir eftir
langa útivist afmr til síns heima í von um að endurheimta horfna ham-
ingju: Allir komast þeir að raun um að þessi von er fánýt; maðurinn er
alltaf einn, og ætli hann að verða frjáls verður hann að horfast í augu við
tilgangsleysi lífsins og varpa frá sér öllum tálsýnum. I Sjóleiðinni hefur
Halldór einn gert sér þetta ljóst; „sá sem er laus við vonina úr sjópokan-
um sínum, hann einn fer frjáls um allan sjó,“ segir hann áður en hann
heldur á brott í leikslok, væntanlega frjáls maður.
Akveðin tilvistarvandamál, sem varða manninn einan, hvíla því greini-
lega þungt á höfundi. Þó held ég ekki að hann sé óskiptur í trú sinni á
þann existentíalisma sem hann boðar í Sjóleiðinni og e. t. v. fleiri leikrit-
um. Eg fæ nefnilega ekki séð hvernig lausn þessa leikrits verður samrýmd
þeirri sem Hart í bak mælir með. I Hart í bak er samstaðan mælikvarði
mannlegs velfarnaðar, í Sjóleiðinni getan til að standa einn og lifa án
vonar. I Hart í bak eru afdrif persónanna afleiðingar ákveðinna viðbragða
við félagslegum aðstæðum þeirra, en í Sjóleiðinni lifa persónurnar sam-
21