Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 57
Buldi við brestur
skelfileg tíðindi úr vestrinu af fjöldamorðum, sem almennt hafa verið
rakin til sjúklegs trúarofstækis og virðist ekki einu sinni hafa átt sinn
líka í svartasta miðaldamyrkrinu. Samtímis barst annar fréttaþáttur úr
austri, sem er enn í frétmm hvers dags, og enginn veit, hve langt líf hann
á enn fyrir höndum eða hvernig honum lyktar. En það er búið að lýsa
yfir styrjöld, sem háð skal um ríkisvaldið undir fána trúarbragða. Þar
jafngildir andstaða gegn stjórn „guðlasti“, og guðlast er stórt orð í heit-
trúarheimi. Trúarbragðastyrjaldir eigum við að þekkja af orðspori, og
voru nefndar heilög stríð. Þær voru á sinni tíð flestum öðrum grimmari,
eins og gefur að skilja, þar sem trúin er helgidómur, sem helgað getur
hvert það meðal, sem nauðsyn þykir að grípa til. En svo grimmar sem
trúarstyrjaldir voru fyrrum, þá voru þær þó lausar við nifteinda- og vetnis-
sprengjur. Þá er það sízt til fagnaðar, að á sama tíma skuli glotta upp
úr gröfum liðins tíma trúarleg viðhorf frá svartasta skeiði lénskúgunarinnar,
þar sem kirkjan var einn voldugasti lénsaðilinn og það tímabil myrkasti
kaflinn í sögu hennar.
Bamabókasamkeppni
Mál og menning efnir til samkeppm um handrit að barnabókum í tilefni af alþjóð-
legu ári barnsins 1979. Skilafrestur er til 1. ágúst næstkomandi. Handritin skulu
merkt dulnefni en nafn höfundar fylgja með í lokuðu umslagi. Ein verðlaun verða
veitt, 500.000 krónur, og ennfremur fær höfundur í sinn hlut 18% af forlagsverði
seldra bóka. Félagið áskilur sér rétt til útgáfu fleiri bóka en þeirrar sem verðlaun
hlýtur, og taki samningar mið af rammasamningi Rithöfundasambands íslands og
útgefenda. í dómnefnd eiga sæti Kristín Unnsteinsdóttir bókasafnsfræðingur, Silja
Aðalsteinsdóttir cand. mag., Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og Þorleifur Hauks-
son, útgáfustjóri Máls og menningar.
47