Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 87
Dymbilvaka, skáldið í vitanum
formfjötrum fortíðarinnar). En skáldið virðist einnig sjá sjálfan sig í gervi
vitans (IV,25) þannig að við gætum sagt að bann væri vitinn, eða þá skáld-
skapur hans, eða Dymbilvaka sér í lagi. Þá hefðum við hér kvæði sem
fjallaði um sjálft sig, sem er ekki svo vitlaus hugmynd.
Þó að við leiðum þessa möguleika hjá okkur er ljóst að vitinn er ná-
tengdur öðrum hlutum kvæðisins. Augljósust tenging er stef ljóssins. í lok I.
hluta var það skip á sjónum sem leitaði skáldsins með Ijósgeisla sínum en
náði ekki sambandi, skáldið gat ekki svarað. Nú sendir hann geisla sína út í
allar áttir og krefst hlýðni. Það er einkum þetta sem gerir það að verkum
að IV. hluti virðist eins og lausn á vandamálum fyrsta hlutans.
Það er dæmigert fyrir verk Hannesar að vitinn í mestum hluta þessa kafla
er greinilega viti, hvert sem tákngildi hans annars er. Myndir úr náttúrunni
eru yfirgnæfandi. Allar línur nema 21—24 má auðveldlega túlka á sviði
umhverfislýsingar, lýsingar á umhverfi hins raunverulega vita (25. lína er
e. t. v. margræð, en hún á jafnt við hið raunverulega umhverfi fyrir því).
Vitanum er valinn staður, eins og yfirleitt tíðkast, á mörkum lands og
sjávar. Hrjóstrugt landið er í þessu tilfelli auðn og dauðinn er sjórinn,
Ijónið, stormurinn. 21.—24. lína eru útleggingar á hugmyndinni að „sjá
ljósið“, „veita Ijósi“. Skáldið, sem rennur saman við vitann í 25. línu, talar
hér til farmanns sem hefur villst í dimmviðrunum (önnur óviss 2. persóna,
e.t.v. er hér átt við lesandann sjálfan). „Undir kulnandi sólum vizkunnar“
(IV,23) bendir til þess að skáldið ákalli mannkynið með skipandi geisla-
mætti sínum, hina döpru og vonsviknu, frá svikulu Ijósi „visku“ eða mennta
og bjóði sín eigin undur. Það er auk þess athyglisvert að þessum línum svip-
ar til spádómsorða biblíunnar; hliðskipaðar spurningar sem eru svo
dæmigerðar fyrir hebreskan skáldskap, þar sem hin seinni er lengri og ber
þyngri áherslu. Hugmyndin að baki þessu er spámaður í eyðimörkinni, sá
sem miðlar ljósi.
Síðustu fimm línur vitakaflans (IV,26—30) eru meðal þess áhrifaríkasta
í öllu kvæðinu. Þau eiga fullkomlega við ásýnd vitans, séða gegnum
storm og fjúkandi löður, og jafnframt við mannlegan fulltrúa hans, skáld-
ið sem er næstum ófær um að afstýra slysum, næstum lamaður af ótta og
tilhugsun um það sem gæti gerst eða hefur gerst. Þessar línur bregða nýju
og óvæntu ljósi yfir þá lýsingu valds og máttar sem á undan fór.
Gagnger skil verða milli 30. og 31. línu IV. hluta, skarpari skil er varla
annars staðar að finna í kvæðinu. Hér eru annaðhvort komnir breyttir tím-
ar eða skyndileg afstöðubreyting því vígreifur andi vitakaflans er hér leystur
77