Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 55
Buldi við brestur
félag Reykjavíkur gekkst fyrir því, að í höfuðstaðnum var heil vika helg-
uð trúmálaumræðum. Þá bergmáluðu um allt land leiftrandi setningar,
sem hrutu af vörum og hittu mark, af því að þeim fylgdi kyngi heitrar
sannfæringar, sem hikstaði ekki við að segja sannleikann berum orðum,
hvað sem leið „helgusm tilfinningum“ einstakra fanga aldagamalla kenni-
setninga. Þótt að forminu til stæði Stúdentafélagið fyrir þessari trúmála-
umræðu, þá var það á engan hátt í myrkrunum hulið, að hinn almenni
trúmálaáhugi, sem átti umtalsverðan hluta róta sinna í áhrifum frá guð-
fræðideildinni, bar umræður trúmálavikunnar uppi, og yngsm nemend-
urnir frá deildinni stóðu í fararbroddi með að hleypa fyrirtækinu af stokk-
unum.
I þessu sambandi tel ég rétt að vekja eftirtekt á því, að á þessum tíma,
sem um var rætt, voru það margir guðfræðinganna frá deildinni sem
hurfu frá að leggja út í lífið undir fána kirkjunnar. Það var eins og þeim
fyndist sem annar vettvangur væri þeim heppilegri til menningarauka
fyrir þjóðina, og það er vert sérstakrar athygli, hve þeir menn verða
atkvæðamiklir í þjóðlífinu og sérstaklega í sambandi við félags- og
menntamál. Má þar fyrst nefna spekinginn Jakob Kristinsson, sem var
um skeið skólastjóri á Eiðum og síðan fræðslumálastjóri. Asgeir Asgeirs-
son fór inn á stjórnmálasviðið, var um skeið fræðslumálastjóri og end-
aði ferii sinn sem forseti ríkisins. Hann reið á vaðið með opinbera árás
á rétttrúnað kirkjunnar með bæklingnum „Kver og kirkja“. Freysteinn
Gunnarsson sneri sér að kennslu og uppeldismálum og tók síðan við
stjórn Kennaraskólans eftir séra Magnús Helgason. Steinþór Guðmunds-
son sneri sér einnig að skólamálum að háskólagöngu lokinni, en vann
jafnhliða sem berserkur til æviloka á níræðisaldri að hvers konar hug-
sjónamálum og þó sérstaklega á sviði stjórnmála sem eldheitur og ein-
lægur sósíalisti. Einar Magnússon og Sigfús Sigurhjartarson fóru báðir
einnig inn á þær brautir. Með Einari varð kennarinn yfirsterkari, og lauk
hann opinberum starfsferli sínum sem rektor gamla menntaskólans í
Revkjavík. En Sigfús helgaði sig stjórnmálunum af lífi og sál og hefur á
því sviði skráð nafn sitt í sögu þjóðarinnar um aldir fram. Þá vil ég að
síðustu geta Ludvigs Guðmundssonar. Hann nam um skeið guðfræði við
Háskólann, gekk aldrei undir fullnaðarpróf, en brann af hugsjónaeldi
um hin fjölbreytilegustu menningarmál, en skipti þar um svið, eftir því
sem honum fannst þörfin brýnust hverju sinni.
Heiðríkjan yfir trúmálum á Islandi á háskóla- og prestskaparárum mín-
45