Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 41
Endurreisn eða auglýsingamennska vel heppnaðrar leiksýningar. Ég er þó hræddur um að það hrökkvi skammt ril að gera höfundinn að virkum og ábyrgum þátttakanda í starfi leikhússr ins að leyfa honum að fylgjast með æfingum á eigin leikriti og vera með í ráðum um undirbúning einnar sýningar. Eftir sem áður ber leikstjórinn einn ábyrgð á útkomunni, enda væri fáránlegt að krefjast slíkrar ábyrgðar af manni sem ekki hefur fullt vald á vinnutækni leikhússins. Og samstarf af þessu tagi breytir því í engu að höfundurinn er yfirleitt utangarðsmaður í leikhúsinu og fær engin tækifæri til að taka þátt í að móta heildarstefnu þess. Hann getur því ekki skrifað leikrit sín með það fyrir augum að gera listamönnum leikhússins kleift að nálgast þau markmið sem þeir hafa ákveðið að keppa að. Hann verður sjálfur að gefa sér þær listrænu og félagslegu forsendur sem hann gengur út frá og síðan hlýtur tilviljun að ráða hvort leikhúsfólkið vinnur út frá svipuðum forsendum. Þetta sambands- leysi höfunda og leikhúsfólks sem hefur einkennt mjög vestrænt leikhús síðastliðin tvö til þrjú hundruð ár, hefur oft valdið alvarlegum árekstrum og stundum veikt mjög stöðu beggja listgreinanna. Ég ætla ekki að þreyta ykkur á því að tína til dæmi um þetta; en þó get ég ekki stillt mig um að, geta þess, að mér virðist margt benda til þess að raunir Jóhanns Sigurjóns- sonar síðustu ár ævi hans hafi ekki stafað af því að honum hafi fatast flugið sem skáldi, eins og oft hefur verið látið liggja að, heldur af því að leikrit hans hlutu ekki réttláta meðferð í leikhúsi samtímans. I leikhúsum forkapítalískra þjóðfélaga var sambúð skálds og leikhúss allt öðru vísi farið; þar kom textahöfundurinn yfirleitt úr hópi leikaranna og deildi ábyrgðinni á velferð leikflokksins með öðrum listamönnum. Aiskýlos, Shakespeare og Moliére voru allir leikarar sem gjörþekktu bæði samstarfsmenn sína og viðhorf og kröfur þeirra áhorfenda sem þeir léku fyrir. Þróun kapítalískra framleiðsluhátta og markaðskerfisins hefur svo í för með sér djúpstæðar breytingar á sambandi textahöfundar og leikhúss; hann einangrast frá því og tekur að semja texta sína fyrir stærri markað leikhúsa og jafnvel lesenda. Því miður hefur þessi þróun, félagslegar for- sendur hennar og listrænar afleiðingar, lítt verið rannsökuð af leikhúsfræð- ingum og því er best að fullyrða sem minnst um hana. Ljóst virðist þó að. hún hefur ekki styrkt stöðu leikhúss eða leikritunar og að þau starfsskil- yrði sem áður ríktu voru mun hagstæðari fyrir báðar listgreinarnar. Það væri fávíslegt að fárast yfir því að ekki skuli hafa tekist í íslensku leikhúsi að búa þannig að höfundum að þeir geti þroskast jafnhliða sem orðlistar- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.