Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og menningar
einn af ötulustu liðsmönnum. Hann var einn stofnenda Félags byltingar-
sinnaðra rithöfunda 1933 og síðar einn af stofnendum Máls og menningar,
og sat í stjórnum beggja þessara félaga frá upphafi. Hann lagði drjúgan
skerf til Rauðra penna, bæði með frumsömdum sögum, ritgerðum og þýð-
ingum, og hann var raunar líka upphafsmaður nafnsins á þessu merkilega
ársriti sem markaði svo djúp spor í íslensku menningarlífi.
Frá upphafi var Halldór náinn samstarfsmaður Kristins Andréssonar, og
bar aldrei skugga á vináttu þeirra, en frá 1937 var það samstarf órjúfanlega
tengt Máli og menningu. Sá félagsskapur var raunar stofnaður á heimili
þeirra Halldórs og Gunnþórunnar á Barónsstíg 55, og ótaldir stjórnar-
fundir félagsins voru síðan haldnir á heimili þeirra hjóna, því að Halldór
sat í stjórn Máls og menningar frá upphafi og, að undanskildum fáum árum,
fram til ársins 1971, þegar þeir Kristinn létu báðir af stjórnarstörfum að eig-
in ósk. I nær 40 ár var Halldór því nátengdur þeirri útgáfustarfsemi sem
Kristinn kom af stað, allt frá 1. bindi Rauðra penna og til síðustu bókar
Halldórs, sem út kom 1973. Allar frumsamdar bækur hans, nema sú
fyrsta, sem hann lét prenta í Berlín, komu út hjá Máli og menningu og
Heimskringlu, og hann þýddi fyrstu skáldsöguna sem Mál og menning
gaf út, Móðurina eftir Maxim Gorkij. Síðasta þýðing hans fyrir Mál og
menningu, Mannsævi eftir Konstantín Pástovskí, kom út 1968—70, en
þessi tvö stórvirki eru upphaf og endir þýðingarstarfsemi Halldórs á 35 ára
skeiði. í Tímariti Máls og menningar birti hann margar af smásögum
sínum í fyrsta sinn og skrifaði þar fjölda greina. Mér er því bæði ljúft og
skylt að flytja hér þakkir félagsins fyrir það mikla og óeigingjarna starf
sem Halldór innti af höndum í þágu þess. Kynni okkar Halldórs hófust
einmitt í sambandi við Mál og menningu, og við sátum saman í stjórn
félagsins í aldarfjórðung; ég get því um það borið hversu hollráður og
áhugasamur hann var um öll mál félagsins, bæði á stjórnarfundum og
utan þeirra.
Þessi félagsmálastörf Halldórs voru lítt kunn almenningi, þau voru
unnin í kyrrþey, eins og best hentaði skapgerð hans, en um gildi þeirra
geta þeir borið sem með honum unnu, og álit þeirra hefur aldrei leikið
á tveim tungum; hann var hellubjarg sem aldrei brást því trausti sem
honum var sýnt.
En öll þessi kyrrláta starfsemi sem ég hef drepið á var ekki nema lítill
hluti þess ævistarfs sem Halldór innti af hendi. Það sem almenningi er
kunnast og lengst mun halda nafni hans á lofti var vitaskuld skáldskapur
2