Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 68
Tímarit Máls og menningar
Sópur með of stuttu skafti
Kenning Magnúsar Torfa um herveldi víetnama er ámóta speki og að haida
því fram að ríkin á meginlandi Evrópu hafi búið yfir frábærum herstyrk í
lok heimsstyrjaldarinnar síðustu, en það var raunar sagt um Sovétríkin, þar
sem tugir miljóna manna höfðu fallið eða fatlast og framleiðslukerfið var
rjúkandi rúst. Þó er samlíkingin um Víetnam enn fráleitari. Ekkert svæði
á yfirborði hnattarins hefur verið leikið jafn herfilega með háþróaðri tor-
tímingartækni. Talið er að um ein miljón barna hafi verið myrt í styrj-
öldinni, en hálf miljón lifað af örkumla. Margar miljónir manna höfðu
farist eða gerfatlast, enda var varpað yfir landsmenn sprengimagni sem
jafngilti 50—100 tonnum á hvert einasta mannsbarn. Víða í Víetnam
var varpað þvílíku sprengimagni á takmörkuð svæði að kjarnorkusprengj-
urnar sem kastað var á Hírósíma og Nagasakí í lok heimsstyrjaldarinnar
urðu eins og púðurkerlingar í samanburði, tvöfalt meira magni en notað var
í allri Evrópu og Norður-Afríku í síðustu heimsstyrjöld. Oll mannvirki í
landinu máttu heita rústir einar; brýr, vegir og aðrar samgönguleiðir ger-
eyðilagðar. Notuð voru ný drápstæki, nálasprengjur, kúlusprengjur og út-
smognar tímasprengjur, og stráð yfir landið allt eiturefnum og gasi til að
tré í frumskógum felldu lauf sín, jarðargróður dæi og uppskera eitraðist.
Stefnt var að því að gera landið óbyggilegt með því að raska jafnvægi nátt-
úrunnar, svo að hvirfilvindar og flóð yrðu óviðráðanleg vandamál. Þegar
víetnamar gersigruðu herveldi Bandaríkjanna og leppa þess, var land þeirra
allt rjúkandi rúst, svo að margir náttúruvísindamenn töldu það óbyggilegt
með öllu.
Tortímingarstyrjöldin í Víetnam varð nærgöngulli við samvisku mann-
kynsins en nokkur atburður annar eftir síðustu heimsstyrjöld og dró eftir sér
langan slóða um gervallan hnöttinn, franska nýlenduveldið hrundi til
grunna, bandaríska þjóðin áttaði sig á því að glæpaflokkur hafði farið með
æðstu völd í Washington og setti forsprakka hans í tukthús, þótt for-
setinn væri réttilega ekki talinn sakhæfur vegna geðbilana. En um hlut-
skipti víetnama var lítið sinnt. Af efnahagsaðstoð hins svokallaða vestræna
heims kom helmingur frá Norðurlöndum; að vísu ekki króna frá Islandi,
þótt bandaríska herstjórnin hefði notað herstöðina á Miðnesheiði, sem er
ginnheilög einnig í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar, til þess að
þjálfa flugmenn í tortímingartækni svo að hægt væri að uppræta örsnautt
58