Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 12
Thnarit Máls og menningar má í því sambandi minna á forustu verklýðssamtakanna í baráttunni gegn Keflavíkursamningnum og aðild íslands að stríðsbandalaginu Nató. Baráttan gegn erlendum herstöðvum á íslandi og aðild vopnlausrar friðarþjóðar að stríðs- bandalagi hefur allt til þessa mótað alþjóðlegan baráttudag launafólks lsta maí hérlendis, og ekkert tillit verið tekið til forustumanna sem hafa metið hollustu við Nató og Bandaríkjastjórn meira en íslenska samstöðu. Því rak mig í roga- stans þegar ég sá „1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasambands íslands 1979“. Sam- kvæmt því hafa samtök launafólks í Reykjavík gert að sínum sjónarmið her- námssinna og Natóagenta, sem ævinlega hafa rökstutt viðhorf sín með því að bandarísk herseta á íslandi væri „ill nauðsyn“ vegna vígbúnaðarkapphlaups og styrjaldarhættu. Kaflinn sem fjallar um þetta mál í lsta maí ávarpinu er svo- hljóðandi: „íslensk alþýða fordæmir þá sóun á verðmætum, mannviti og tíma, sem felst í vitfirrtu vopnakapphlaupi. Verklýðshreyfingin telur að aldrei megi til þess koma, að ísland taki þátt í slíkri vitfirringu, til dæmis sem geymslustaður kjarnorkuvopna. Þvert á móti hvetur hún til allsherjar afvopnunar, afnáms hernaðarbandalaga og þar merí afnáms herstöðva hér á landi.“ (Leturbreyting mín.) Þarna er því haldið fram að það sé jorsenda afnáms herstöðva á íslandi að vígbúnaðarkapphlaupi linni og hernaðarbandalög verði lögð niður hvarvetna um heim, hernámið er með öðrum orðum „ill nauðsyn“ eins og kanaagentar hafa haldið fram frá öndverðu. Engin tilraun er gerð til þess að meta styrj- aldarátök sem fram fara hvarvetna á hnettinum frá sjónarmiði stéttabaráttu né þjóðfrelsis; öll átök eru af hinu illa, og eðlilegt er talið að hernámi íslands verði ekki aflétt fyrr en lömb leika sér með ljónum í paradís á heimskringl- unni. Þetta viðhorf er sótt til flatneskjulegustu hernámssinna á íslandi. Fyrir nokkrum árum átti ég viðræður við Jósep Lúns, framkvæmdastjóra Nató og fyrrum flokksbundinn nasista, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu um her- stöðvarnar á íslandi. í þessu viðtali lýsti Jósep Lúns yfir því í viðurvist margra vitna, að stöðvarnar á íslandi væru ekki nein herfræðileg nauðsyn; Bandaríkin og Nató gætu rækt „eftirlit" sitt jafn vel án þess að hafa nokkrar stöðvar á íslandi. Stöðvarnar værti hins vegar mikill fjárhagslegur ábati; það myndi kosta ærnar fúlgur að koma upp öðru kerfi. Forsenda herstöðvanna á íslandi er með öðrum orðum sú ein að spara Nató og Bandaríkjastjórn fjármuni, svo að unnt sé að verja fé í staðinn í helsprengjur, geimflaugar og nifteindasprengjur. Her- stöðvarnar eru framlag íslendinga til þeirrar vitfirringar sem um er rætt í ávarpinu. Þeim er ætlað að treysta svokallaðar forsendur þess að ísland verði hernumið um aldtir og ævi. Röksemdirnar bíta í rófuna á sér. 138
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.