Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 12
Thnarit Máls og menningar
má í því sambandi minna á forustu verklýðssamtakanna í baráttunni gegn
Keflavíkursamningnum og aðild íslands að stríðsbandalaginu Nató. Baráttan
gegn erlendum herstöðvum á íslandi og aðild vopnlausrar friðarþjóðar að stríðs-
bandalagi hefur allt til þessa mótað alþjóðlegan baráttudag launafólks lsta maí
hérlendis, og ekkert tillit verið tekið til forustumanna sem hafa metið hollustu
við Nató og Bandaríkjastjórn meira en íslenska samstöðu. Því rak mig í roga-
stans þegar ég sá „1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík,
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasambands íslands 1979“. Sam-
kvæmt því hafa samtök launafólks í Reykjavík gert að sínum sjónarmið her-
námssinna og Natóagenta, sem ævinlega hafa rökstutt viðhorf sín með því að
bandarísk herseta á íslandi væri „ill nauðsyn“ vegna vígbúnaðarkapphlaups og
styrjaldarhættu. Kaflinn sem fjallar um þetta mál í lsta maí ávarpinu er svo-
hljóðandi:
„íslensk alþýða fordæmir þá sóun á verðmætum, mannviti og tíma, sem
felst í vitfirrtu vopnakapphlaupi.
Verklýðshreyfingin telur að aldrei megi til þess koma, að ísland taki þátt
í slíkri vitfirringu, til dæmis sem geymslustaður kjarnorkuvopna. Þvert á móti
hvetur hún til allsherjar afvopnunar, afnáms hernaðarbandalaga og þar merí
afnáms herstöðva hér á landi.“ (Leturbreyting mín.)
Þarna er því haldið fram að það sé jorsenda afnáms herstöðva á íslandi að
vígbúnaðarkapphlaupi linni og hernaðarbandalög verði lögð niður hvarvetna
um heim, hernámið er með öðrum orðum „ill nauðsyn“ eins og kanaagentar
hafa haldið fram frá öndverðu. Engin tilraun er gerð til þess að meta styrj-
aldarátök sem fram fara hvarvetna á hnettinum frá sjónarmiði stéttabaráttu
né þjóðfrelsis; öll átök eru af hinu illa, og eðlilegt er talið að hernámi íslands
verði ekki aflétt fyrr en lömb leika sér með ljónum í paradís á heimskringl-
unni.
Þetta viðhorf er sótt til flatneskjulegustu hernámssinna á íslandi. Fyrir
nokkrum árum átti ég viðræður við Jósep Lúns, framkvæmdastjóra Nató og
fyrrum flokksbundinn nasista, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu um her-
stöðvarnar á íslandi. í þessu viðtali lýsti Jósep Lúns yfir því í viðurvist margra
vitna, að stöðvarnar á íslandi væru ekki nein herfræðileg nauðsyn; Bandaríkin
og Nató gætu rækt „eftirlit" sitt jafn vel án þess að hafa nokkrar stöðvar á
íslandi. Stöðvarnar værti hins vegar mikill fjárhagslegur ábati; það myndi kosta
ærnar fúlgur að koma upp öðru kerfi. Forsenda herstöðvanna á íslandi er með
öðrum orðum sú ein að spara Nató og Bandaríkjastjórn fjármuni, svo að unnt
sé að verja fé í staðinn í helsprengjur, geimflaugar og nifteindasprengjur. Her-
stöðvarnar eru framlag íslendinga til þeirrar vitfirringar sem um er rætt í
ávarpinu. Þeim er ætlað að treysta svokallaðar forsendur þess að ísland verði
hernumið um aldtir og ævi. Röksemdirnar bíta í rófuna á sér.
138