Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 17
Slagbolti mannlegir þar sem þeir hlupu á nærbuxunum á eftir fötunum sínum í rokinu. Fólkið vorkenndi þeim og þeir fluttu inn hvar sem herbergi var laust. Þeir fengu kontórinn og stássstofuna á Hvoli og bjuggu í Rauðhús- inu, skólanum, samkomuhúsinu og höfuðstöðvarnar voru í Gránu. Alltaf fjölgaði þeim. Þeir byggðu hverja skálaþyrpinguna af annarri, þeir settu upp rafljós og leiddu vatn í pípum og alls staðar hlóðu þeir upp sandpoka- byrgjum og gerðu sér byssuhreiður. Nú hófu Bretarnir margvíslegar framkvæmdir á Gránubalanum. Vinnu- flokkar gengu í að fylla upp í lænuna frá Rósuhúslæknum, slakkinn var tekinn af balanum, þar var púkkað undir með möl og grjóti, tyrft yfir og síðan gerður úr honum fótboltavöllur handa hernum. Mörkin voru nokk- urn veginn þar sem áður höfðu verið inni- og útiborgirnar hjá okkur í slagboltanum. Hermennirnir notuðu líka völlinn til meiri háttar heræfinga. Fyrst í stað gerðum við krakkarnir okkur ekki grein fyrir hvað var að gerast. Umsvifin voru svo mikil og mörg nýlundan, að við gleymdum að leika okkur, stóðum bara í hóp og góndum á. Unglingarnir fengu vinnu og stóru stúlkurnar létu ekki sjá sig með okkur litlu krökkunum. Þær hefðu bara átt að fara að hlaupa um með smákrökkunum fyrir framan alla her- mennina, sem blístruðu og góluðu í hvert sinn þegar einhverri þeirra rétt brá fyrir. Svo fórum við að leika hermenn. Höfðum prik fyrir byssur. Einn var sergeant sem öskraði: „Stand at ease! ‘' „Carry on!“ „Left, right, left, right! “ Annar rigsaði fattur eins og offíséri og kannaði liðið. En þetta voru leiði- gjarnir leikir. Okkur langaði til að fara í slagbolta, en hermennirnir voru alltaf að nota völlinn. Við komum okkur saman um að láta ekki við svo búið standa. Dag nokkurn, þegar fram fór spennandi fótboltakeppni milli stórskota- liðsmanna og sjóliða, röðuðum við okkur upp við ytra markið. Svo rann boltinn út af rétt hjá okkur. Einn af strákunum stöðvaði hann með fæt- inum og tók hann upp. „Ay, ay, kid!“ kallaði línuvörðurinn, en strákurinn tók á rás með bolt- ann og henti honum svo eins langt og hann gat upp fyrir veg. Hermaður sem stóð í skáladyrum og fylgdist með kappleiknum hljóp til og sparkaði boltanum aftur niður á völlinn. Við höfðum hlaupið sitt í hverja áttina, en nú tókum við okkur aftur stöðu við markið. Hermönnunum hafði nú skilist að við vorum komin í stríð við þá og urðu bálreiðir. Það var hiti í leiknum og margir að horfa á eins og venjulega. Línuvörðurinn kom 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.