Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 29
Þýddar barnabcekur flestum þeirra er alið á kynþáttafordómum. Því er haldið að lesendum að grundvallarmótsetningar séu milli fólks með mismunandi litaraft. Sú megin- afstaða sem kemur fram í bókunum er þessi: Hvíti kynstofninn er þrátt fyrir allt sá sem hefur yfirburði á öllum sviðum og hlýtur að hafa þá áfram vegna eðlislægra hæfileika sinna. Eitt góðverk á dag ... Stelpubækur köllum við einar 24 bækur, flestar seríubækur, sem komu út á þessum árum. Lottubækurnar, Díönubækurnar og Gunnubækurnar eru m. a. í þessum flokki. Bækurnar segja frá ungum og kátum stelpum, af- rekum þeirra og smáævintýrum sem þær lenda í. Höfundar þeirra allra, að einni seríu undanskilinni, eru konur eða fela sig á bak við dulnefni konu eins og höfundur Lottubókanna Eilif Mortansen sem kallar sig Grethu Stevns. Bækurnar gerast allar á vettvangi fjölskyldunnar þ. e. á heimilum söguhetja og nágrenni þeirra eða í sumarleyfi með fjölskyldu og ættingj- um. Það er eitt megineinkenni stelpubóka að þar er ekki sögð ein megin- saga heldur er hver bók margar stuttar frásagnir en aðalpersónur eru tengi- efni hverrar bókar. Um eiginlegan söguþráð er þannig sjaldnast að ræða, heldur er megináherslan lögð á nokkra skemmtilega atburði. Efni bókanna gæti verið eitthvað á þessa leið: Aðalpersónan er ung stúlka (9-14 ára) og gengur í skóla. I skólanum fær hún tækifæri til að sýna hæfileika sína t. d. dans-, söng- eða rithæfileika og vekur athygli og virðingu. Bekkjar- systir söguhetjunnar reynir að gera hana tortryggilega í augum hinna í bekknum og draga að sér alla athygli. En söguhetjan fyrirgefur stelpunni og gerist vinkona hennar, oft eftir að hún hefur komist að því að stelpan á bágt. Söguhetjan fer í sumarleyfi með foreldrum sínum og tekur vin- konu sína kannski með. Þar bjarga þær einhverjum óvænt frá bráðum lífs- háska og fá laun fyrir. E. t. v. vinna þær líka góðverk t. d. með því að hjálpa fátækri fjölskyldu sem á í erfiðleikum. I sumum bókanna koma upp dularfull mál svona til að auka spennuna, en reynast þó aldrei vitund dularfull þegar allir þræðir hafa verið raktir. I baksýn má alltaf sjá myndir af samhentri og hamingjusamri fjölskyldu og foreldrum sem hafa ævinlega nægan tíma til þess að ræða við börn sín. Eins og nærri má geta vinna 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.